Erlent

Skaut fyrst móður sína

Samúel Karl Ólason skrifar
Jake Davison.
Jake Davison.

Árásarmaðurinn í Plymouth skaut móður sína til bana í gær, áður en hann fór út og skaut á fólk af handahófi. Hinn 22 ára gamli Jake Davison skaut í heild fimm manns og þar á meðal þriggja ára gamla stúlku til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér í gær.

Lögreglan í Devon og Cornwall tilkynnti nú fyrir skömmu að Davison hefði byrjað á því að skjóta Maxine Chapman, móður sína, á heimili hennar með haglabyssu sem hann átti. Hún var 51 árs gömul en ekki liggur fyrir hvort Davison hafi búið í sömu íbúð.

Hann skaut einnig Sophie Martyn (Þriggja ára), faðir hennar Lee Martyn (43), Stephen Washingon (59) og Kate Shephert (66), samkvæmt frétt Sky News.

Undanfarnar vikur hafði Davison birt myndbönd á Youtube þar sem hann sagðist meðal annars að lífið hefði sigrað sig og hann hefði ekki viljastyrk til að gera neitt.

Í nokkrum myndböndum Davison um Incel-samfélagið svokallaða. Í stuttu máli er þar um að ræða hópa manna á internetinu sem geta í stuttu máli sagt ekki náð sér í konur og kenna konum um það.

Í síðasta myndbandinu sem Davison birti á Youtube er hann sagður hafa talað um erfiðleika sína við yfirþyngd, tilhugalíf, að hann væri enn hreinn sveinn og annað. Þá sagðist hann hafa verið fastur í sama sporinu í langan tíma og sagðist sakna þeirrar atorku sem hann hafi haft áður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×