Þekkti fyrsta fórnarlambið en skaut aðra af handahófi Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2021 12:00 Jake Davison skaut fimm manns til bana í gær. Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið fimm til bana í Plymouth í Bretlandi hefur verið nafngreindur. Hann hét Jake Davison og var 22 ára gamall. Meðal fórnarlamba hans í skotárásinni var þriggja ára stúlka. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn en lögreglan segir að fyrsta fórnarlamb Davison hafi verið kona sem var honum kunnug. Ekki er vitað til þess að hann hafi þekkt hin fórnarlömb sín. Davison skaut eins og áður segir fimm til bana og er hann sagður hafa notað haglabyssu sem hann hafði leyfi fyrir. Árásin hófst á einum stað, þar sem Davison myrti konu, og svo virðist sem hann hafi byrjað að skjóta á fólk af handahófi. Lögreglan segir hann hafa farið út úr íbúð konunnar sem hann myrti og þar fyrir utan skotið unga stúlku og mann sem var með henni. Þá skaut hann og særði par áður en hann myrti annan mann og konu. Að endingu beindi Davison byssu sinni að sjálfum sér. Chief Constable Shaun Sawyer says he believes the gunman's first female victim "was known to him" and police are trying to confirm whether there is a familial relationship.More: https://t.co/GmeksAtu1s pic.twitter.com/Ynp0qUh1Eh— Sky News (@SkyNews) August 13, 2021 Í nýlegu myndbandi sem Davison birti á Youtube sagði hann að lífið hefði sigrað sig og hann hefði ekki viljastyrk til að gera neitt. Í nokkrum myndböndum Davison um Incel-samfélagið svokallaða. Í stuttu máli er þar um að ræða hópa manna á internetinu sem geta ekki náð sér í konur. Hér má sjá samantekt Telegraph úr nokkrum myndböndum Davison. Incel stendur fyrir „involuntary celibate“ og snýst um að það sé ekki þessum mönnum að kenna að þeir geti ekki átt í rómantísku eða kynferðislegu sambandi við konur, heldur sé það konum að kenna. Samkvæmt frétt Sky News skilgreindi Davison sig ekki sem Incel en talaði eins og hann ætti margt sameiginlegt með mönnum sem telji sig Incel. Þó nokkur dæmi eru til um að menn sem telji sig tilheyra Incel-samfélaginu hafi framið ódæði sem þessi. Það frægasta er líklega ódæði Alek Menassian sem ók hvítum sendiferðabíl niður verslunargötu í Toronto árið 2018. Tíu manns létust þá. Þá stakk maður í Tókýó nýverið fjölda manns í farþegalest. Hann sagðist vilja bana glöðum konum og hefur við yfirheyrslur sagt að hafi verið orðinn þreyttur á því að vera hafnað af konum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 frá 2018 þar sem fjallað var um ódæði Alek Menassian og Incel hreyfinguna, ef svo má kalla. Sjá einnig: Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldi > Í síðasta myndbandinu sem Davison birti á Youtube er hann sagður hafa talað um erfiðleika sína við yfirþyngd, tilhugalíf, að hann væri enn hreinn sveinn og annað. Þá sagðist hann hafa verið fastur í sama sporinu í langan tíma og sagðist sakna þeirrar atorku sem hann hafi haft áður. Í lok myndbandsins sagðist Davison vilja líta á sig sem „Tortímandann“ úr samnefndum kvikmyndum. Það vélmenni gerði allt til að ná markmiðum sínum þrátt fyrir mikla erfiðleika. Uppfært: Stúlkan var þriggja ára en ekki fimm ára eins og kom fram fyrst í fréttinni.
Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn en lögreglan segir að fyrsta fórnarlamb Davison hafi verið kona sem var honum kunnug. Ekki er vitað til þess að hann hafi þekkt hin fórnarlömb sín. Davison skaut eins og áður segir fimm til bana og er hann sagður hafa notað haglabyssu sem hann hafði leyfi fyrir. Árásin hófst á einum stað, þar sem Davison myrti konu, og svo virðist sem hann hafi byrjað að skjóta á fólk af handahófi. Lögreglan segir hann hafa farið út úr íbúð konunnar sem hann myrti og þar fyrir utan skotið unga stúlku og mann sem var með henni. Þá skaut hann og særði par áður en hann myrti annan mann og konu. Að endingu beindi Davison byssu sinni að sjálfum sér. Chief Constable Shaun Sawyer says he believes the gunman's first female victim "was known to him" and police are trying to confirm whether there is a familial relationship.More: https://t.co/GmeksAtu1s pic.twitter.com/Ynp0qUh1Eh— Sky News (@SkyNews) August 13, 2021 Í nýlegu myndbandi sem Davison birti á Youtube sagði hann að lífið hefði sigrað sig og hann hefði ekki viljastyrk til að gera neitt. Í nokkrum myndböndum Davison um Incel-samfélagið svokallaða. Í stuttu máli er þar um að ræða hópa manna á internetinu sem geta ekki náð sér í konur. Hér má sjá samantekt Telegraph úr nokkrum myndböndum Davison. Incel stendur fyrir „involuntary celibate“ og snýst um að það sé ekki þessum mönnum að kenna að þeir geti ekki átt í rómantísku eða kynferðislegu sambandi við konur, heldur sé það konum að kenna. Samkvæmt frétt Sky News skilgreindi Davison sig ekki sem Incel en talaði eins og hann ætti margt sameiginlegt með mönnum sem telji sig Incel. Þó nokkur dæmi eru til um að menn sem telji sig tilheyra Incel-samfélaginu hafi framið ódæði sem þessi. Það frægasta er líklega ódæði Alek Menassian sem ók hvítum sendiferðabíl niður verslunargötu í Toronto árið 2018. Tíu manns létust þá. Þá stakk maður í Tókýó nýverið fjölda manns í farþegalest. Hann sagðist vilja bana glöðum konum og hefur við yfirheyrslur sagt að hafi verið orðinn þreyttur á því að vera hafnað af konum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 frá 2018 þar sem fjallað var um ódæði Alek Menassian og Incel hreyfinguna, ef svo má kalla. Sjá einnig: Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldi > Í síðasta myndbandinu sem Davison birti á Youtube er hann sagður hafa talað um erfiðleika sína við yfirþyngd, tilhugalíf, að hann væri enn hreinn sveinn og annað. Þá sagðist hann hafa verið fastur í sama sporinu í langan tíma og sagðist sakna þeirrar atorku sem hann hafi haft áður. Í lok myndbandsins sagðist Davison vilja líta á sig sem „Tortímandann“ úr samnefndum kvikmyndum. Það vélmenni gerði allt til að ná markmiðum sínum þrátt fyrir mikla erfiðleika. Uppfært: Stúlkan var þriggja ára en ekki fimm ára eins og kom fram fyrst í fréttinni.
Bretland England Tengdar fréttir Tíu ára barn meðal látnu í Plymouth Byssumaður myrti fimm manns og var síðan sjálfur felldur af lögreglu í Plymouth í Bretlandi í gærkvöldi. Þrjár konur létust og tveir karlar auk byssumannsins. Lögregla skoðar árásina ekki sem hryðjuverk. 13. ágúst 2021 06:36 Nokkrir látnir eftir skotárás í Plymouth Nokkrir eru látnir í Plymouth eftir alvarlega skotárás. Lögregluyfirvöld segjast ekki gera ráð fyrir að um hryðjuverk hafi verið að ræða og segjast komin með stjórn á aðstæðum á svæðinu. 12. ágúst 2021 21:10 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Tíu ára barn meðal látnu í Plymouth Byssumaður myrti fimm manns og var síðan sjálfur felldur af lögreglu í Plymouth í Bretlandi í gærkvöldi. Þrjár konur létust og tveir karlar auk byssumannsins. Lögregla skoðar árásina ekki sem hryðjuverk. 13. ágúst 2021 06:36
Nokkrir látnir eftir skotárás í Plymouth Nokkrir eru látnir í Plymouth eftir alvarlega skotárás. Lögregluyfirvöld segjast ekki gera ráð fyrir að um hryðjuverk hafi verið að ræða og segjast komin með stjórn á aðstæðum á svæðinu. 12. ágúst 2021 21:10