Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 13:15 Teiknuð mynd af geimfara í xEMU geimbúningi á yfirborði tunglsins. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. Þetta kom fram í skýrslu innri endurskoðenda NASA sem birt var í vikunni. Þar segir að þróun nýrra geimbúninga sé gífurlega mikilvæg framtíðaráætlunum Bandaríkjamanna í geimnum. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sú þróunarvinna sem leiddi til þessarar búninga hefur staðið yfir í fjórtán ár og hefur kostað um 420 milljónir dala. Það samsvarar um 53 milljörðum króna. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Artemis-áætlunin snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, lagði til að farið yrði til tunglsins fyrir árið 2025 en núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sagt að sú tímalína sé óraunhæf. Í áðurnefndri skýrslu segir að fyrstu tveir geimbúningarnir hefðu samkvæmt áætlun átt að vera klárir í nóvember 2024. Mun líklegra sé þó að þeir verði ekki tilbúnir fyrir en í fyrsta lagi í apríl 2025 og þá vegna skorts á fjármagni, áhrifa faraldurs kórónuveirunnar og tæknilegra vandræða. Þá er talið að NASA muni hafa eytt meira en milljarði dala í þróun þeirra og framleiðslu. Geimbúningarnir þurfa að vera tilbúnir með töluverðum fyrirvara fyrir fyrsta geimskotið svo geimfararnir sem um ræðir fái tækifæri til að æfa sig í að klæðast þeim. Sjá einnig: Geimfararnir sem stefna á tunglið Í skýrslunni segir þó einnig að það að ekki verði hægt að skjóta mönnum til tunglsins árið 2024 sé ekki eingöngu vegna geimbúninganna. Það sé einnig vegna tafa við önnur mikilvæg verkefni eins og Space Launch System eldflaugina og Orion geimfarið. Sjá einnig: Síðasta prófið fyrir fyrsta skotið til tunglsins Þar að auki séu tafir á þróun lendingarfars fyrir ferð til tunglsins. NASA samdi nýverið við SpaceX um að þróa far sem lenda ætti á tunglinu. Tvö önnur fyrirtæki unnu einnig að frumgerðum lendingarfara, þau Blue Origin og Dynetics. Forsvarsmenn Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, mótmæltu ákvörðuninni og kölluðu eftir því að hún yrði endurskoðuð. Ákvörðunin var þó staðfest fyrr í vikunni. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Innri endurskoðendur NASA leggja til að forsvarsmenn stofnunarinnar breyti áætlunum sínum varðandi Artemis-áætlunina, Alþjóðlegu geimstöðina og Gateway, sem er geimstöð sem til stendur að gera á braut um tunglið. Þá eigi að gera breytingar á vinnunni við þróun geimbúninga og tryggja að framleiðslan gangi eðlilega fram. Welcome to the Gateway, a home away from home for #Artemis astronauts returning to the lunar surface Check out the video below where @AstroKomrade shares more on how the Gateway, an outpost orbiting the Moon, will serve as a staging point for deep space exploration. pic.twitter.com/CsfDbBEZCT— NASA's Gateway Program (@NASA_Gateway) July 22, 2021 Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin SpaceX Tunglið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu innri endurskoðenda NASA sem birt var í vikunni. Þar segir að þróun nýrra geimbúninga sé gífurlega mikilvæg framtíðaráætlunum Bandaríkjamanna í geimnum. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sú þróunarvinna sem leiddi til þessarar búninga hefur staðið yfir í fjórtán ár og hefur kostað um 420 milljónir dala. Það samsvarar um 53 milljörðum króna. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Artemis-áætlunin snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, lagði til að farið yrði til tunglsins fyrir árið 2025 en núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur sagt að sú tímalína sé óraunhæf. Í áðurnefndri skýrslu segir að fyrstu tveir geimbúningarnir hefðu samkvæmt áætlun átt að vera klárir í nóvember 2024. Mun líklegra sé þó að þeir verði ekki tilbúnir fyrir en í fyrsta lagi í apríl 2025 og þá vegna skorts á fjármagni, áhrifa faraldurs kórónuveirunnar og tæknilegra vandræða. Þá er talið að NASA muni hafa eytt meira en milljarði dala í þróun þeirra og framleiðslu. Geimbúningarnir þurfa að vera tilbúnir með töluverðum fyrirvara fyrir fyrsta geimskotið svo geimfararnir sem um ræðir fái tækifæri til að æfa sig í að klæðast þeim. Sjá einnig: Geimfararnir sem stefna á tunglið Í skýrslunni segir þó einnig að það að ekki verði hægt að skjóta mönnum til tunglsins árið 2024 sé ekki eingöngu vegna geimbúninganna. Það sé einnig vegna tafa við önnur mikilvæg verkefni eins og Space Launch System eldflaugina og Orion geimfarið. Sjá einnig: Síðasta prófið fyrir fyrsta skotið til tunglsins Þar að auki séu tafir á þróun lendingarfars fyrir ferð til tunglsins. NASA samdi nýverið við SpaceX um að þróa far sem lenda ætti á tunglinu. Tvö önnur fyrirtæki unnu einnig að frumgerðum lendingarfara, þau Blue Origin og Dynetics. Forsvarsmenn Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, mótmæltu ákvörðuninni og kölluðu eftir því að hún yrði endurskoðuð. Ákvörðunin var þó staðfest fyrr í vikunni. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Innri endurskoðendur NASA leggja til að forsvarsmenn stofnunarinnar breyti áætlunum sínum varðandi Artemis-áætlunina, Alþjóðlegu geimstöðina og Gateway, sem er geimstöð sem til stendur að gera á braut um tunglið. Þá eigi að gera breytingar á vinnunni við þróun geimbúninga og tryggja að framleiðslan gangi eðlilega fram. Welcome to the Gateway, a home away from home for #Artemis astronauts returning to the lunar surface Check out the video below where @AstroKomrade shares more on how the Gateway, an outpost orbiting the Moon, will serve as a staging point for deep space exploration. pic.twitter.com/CsfDbBEZCT— NASA's Gateway Program (@NASA_Gateway) July 22, 2021
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin SpaceX Tunglið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent