Saka Navalní um að brjóta á réttindum fólks Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 15:53 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur gengið hart fram gegn stjórnarandstöðunni í landinu í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í september. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld hafa lagt fram nýjar ákærur á hendur Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem allt að þriggja ára fangelsisdómur liggur við. Félagasamtök sem Navalní stofnuðu eiga að hafa „brotið á réttindum“ fólks, að sögn yfirvalda. Navalní situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð eldri dóms sem han hlaut. Rússnesk yfirvöld töldu að Navalní hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram á meðan hann dvaldi í Þýskalandi þar sem hann var fimm mánuði að jafna sig eftir taugaeiturstilræði í fyrra. Navalní sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en þau hafna því. Rannsóknarlögregla rússnesku alríkisstjórnarinnar sagðist í dag hafa ákært Navalní fyrir að stofna félagasamtök sem brjóta á réttindum fólks, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjóður hans gegn spillingu hafi hvatt fólk til að brjóta lög með því að hvetja þá til þátttöku í mótmælum sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir í janúar. Sjóðurinn hefur birt tugi myndbanda með ásökunum um spillingu æðstu ráðamanna þjóðarinnar sem hafa jafnan vakið mikla athygli. Nýlega birti hann myndband þar sem því var haldið fram að Vladímír Pútín forseti ætti íburðarmikla höll við Svartahaf sem auðkýfingar hafi greitt fyrir. Svæðissamtök stuðningsmanna Navalní um allt Rússland hafa ennfremur skipulagt mótmæli og hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað frambjóðendum Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín, í kosningum. Bæla niður allt andóf fyrir þingkosningarnar í september Stjórn Pútín hefur undanfarið gengið á milli bols og höfuð á stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í næsta mánuði. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn, sætt húsleit eða ákærum fyrir ýmsar sakir. Þá hefur frjálsum fjölmiðlum verði lokað eða þeir skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja sem sæta opinberu eftirlit. Dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara og úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök í júní. Úrskurðurinn þýðir að bandamenn Navalní sem unnu fyrir samtökin eru ekki kjörgengir í þingkosningunum og gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Rannsóknarlögreglan tilkynnti í gær að hún hefði tvo nánustu ráðgjafa Navalní til rannsóknar, þá Leonid Volkov og Ivan Zhadanov. Þeir eru sakaðir um að hafa safnað fé fyrir öfgasamtök. Þeir eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm verði þeir ákærðir og fundnir sekir. Þeir hafa báðir flúið Rússland. Oleg, bróðir Navalní, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hvetja til götumótmæla í trássi við sóttvarnareglur í síðustu viku. Ljúbov Sobol, annar náinn bandamaður Navalní, hlaut sambærilegan eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm. Pútín hefur nú verið forseti í meira en tuttugu ár. Í hans tíð hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna ýmist verið fangelsaðir, myrtir eða látið lífið við grunsamlegar kringumstæður. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Navalní situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð eldri dóms sem han hlaut. Rússnesk yfirvöld töldu að Navalní hefði rofið skilorð með því að gefa sig ekki reglulega fram á meðan hann dvaldi í Þýskalandi þar sem hann var fimm mánuði að jafna sig eftir taugaeiturstilræði í fyrra. Navalní sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en þau hafna því. Rannsóknarlögregla rússnesku alríkisstjórnarinnar sagðist í dag hafa ákært Navalní fyrir að stofna félagasamtök sem brjóta á réttindum fólks, að sögn AP-fréttastofunnar. Sjóður hans gegn spillingu hafi hvatt fólk til að brjóta lög með því að hvetja þá til þátttöku í mótmælum sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir í janúar. Sjóðurinn hefur birt tugi myndbanda með ásökunum um spillingu æðstu ráðamanna þjóðarinnar sem hafa jafnan vakið mikla athygli. Nýlega birti hann myndband þar sem því var haldið fram að Vladímír Pútín forseti ætti íburðarmikla höll við Svartahaf sem auðkýfingar hafi greitt fyrir. Svæðissamtök stuðningsmanna Navalní um allt Rússland hafa ennfremur skipulagt mótmæli og hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað frambjóðendum Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín, í kosningum. Bæla niður allt andóf fyrir þingkosningarnar í september Stjórn Pútín hefur undanfarið gengið á milli bols og höfuð á stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í næsta mánuði. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn, sætt húsleit eða ákærum fyrir ýmsar sakir. Þá hefur frjálsum fjölmiðlum verði lokað eða þeir skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja sem sæta opinberu eftirlit. Dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara og úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök í júní. Úrskurðurinn þýðir að bandamenn Navalní sem unnu fyrir samtökin eru ekki kjörgengir í þingkosningunum og gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Rannsóknarlögreglan tilkynnti í gær að hún hefði tvo nánustu ráðgjafa Navalní til rannsóknar, þá Leonid Volkov og Ivan Zhadanov. Þeir eru sakaðir um að hafa safnað fé fyrir öfgasamtök. Þeir eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm verði þeir ákærðir og fundnir sekir. Þeir hafa báðir flúið Rússland. Oleg, bróðir Navalní, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hvetja til götumótmæla í trássi við sóttvarnareglur í síðustu viku. Ljúbov Sobol, annar náinn bandamaður Navalní, hlaut sambærilegan eins og hálfs árs skilorðsbundinn dóm. Pútín hefur nú verið forseti í meira en tuttugu ár. Í hans tíð hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna ýmist verið fangelsaðir, myrtir eða látið lífið við grunsamlegar kringumstæður.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira