Getur ekki falið sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 08:04 Þó prinsinn neiti að taka svara fyrir sakirnar verður engu að síður dæmt í málinu. epa/Facundo Arrizabalaga Hertoginn af York getur ekki falið sig á bakvið „auð og hallarveggi“ og verður að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar fyrir bandarískum dómstólum. Þetta segir lögmaður Virginiu Giuffre, sem hefur sakað Andrés Bretaprins um nauðgun. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og talskona hans segir að hann muni ekki tjá sig um málið. Lögmaður Giuffre, David Boies, segir hana hafa leitað allra leiða til að leysa málið utan dómstóla en nú sé komið að því að bera það undir dómara og kviðdóm. „Á þessu stigi er málshöfðun eina leiðin til að leiða sannleikann í ljós og málshöfðun er eina leiðin til að leiða í ljós í eitt skipti fyrir öll hvaða sönnunargögn Andrés getur lagt fram,“ sagði Boies í samtali við BBC. Hann sagði óskynsamlegt af prinsinum að hunsa dómsmálið; ef hann gerði það yrði dæmt í málinu án hans aðkomu og dóminum framfylgt í Bandaríkjunum og öllum siðmenntuðum ríkjum heims. Boies sagði Giuffre vilja senda þau skilaboð til ríkra og valdamikilla manna að hegðun á borð við þá sem Andrés hefði gerst sekur um væri ekki ásættanleg og ómögulegt að fela sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“. Prinsinn á ekki á hættu að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem um er að ræða einkamál en ekki sakamál. Giuffre hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér á heimili Jeffrey Epstein þegar hún var 17 ára gömul, vitandi hvað hún var gömul og að hún var fórnarlamb mansals. Samkvæmt gögnum málsins hafa Andrés og fulltrúar hans neitað að svara ásökununum og leggja fram gögn. Kóngafólk Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins MeToo Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og talskona hans segir að hann muni ekki tjá sig um málið. Lögmaður Giuffre, David Boies, segir hana hafa leitað allra leiða til að leysa málið utan dómstóla en nú sé komið að því að bera það undir dómara og kviðdóm. „Á þessu stigi er málshöfðun eina leiðin til að leiða sannleikann í ljós og málshöfðun er eina leiðin til að leiða í ljós í eitt skipti fyrir öll hvaða sönnunargögn Andrés getur lagt fram,“ sagði Boies í samtali við BBC. Hann sagði óskynsamlegt af prinsinum að hunsa dómsmálið; ef hann gerði það yrði dæmt í málinu án hans aðkomu og dóminum framfylgt í Bandaríkjunum og öllum siðmenntuðum ríkjum heims. Boies sagði Giuffre vilja senda þau skilaboð til ríkra og valdamikilla manna að hegðun á borð við þá sem Andrés hefði gerst sekur um væri ekki ásættanleg og ómögulegt að fela sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“. Prinsinn á ekki á hættu að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem um er að ræða einkamál en ekki sakamál. Giuffre hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér á heimili Jeffrey Epstein þegar hún var 17 ára gömul, vitandi hvað hún var gömul og að hún var fórnarlamb mansals. Samkvæmt gögnum málsins hafa Andrés og fulltrúar hans neitað að svara ásökununum og leggja fram gögn.
Kóngafólk Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins MeToo Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira