Getur ekki falið sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 08:04 Þó prinsinn neiti að taka svara fyrir sakirnar verður engu að síður dæmt í málinu. epa/Facundo Arrizabalaga Hertoginn af York getur ekki falið sig á bakvið „auð og hallarveggi“ og verður að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar fyrir bandarískum dómstólum. Þetta segir lögmaður Virginiu Giuffre, sem hefur sakað Andrés Bretaprins um nauðgun. Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og talskona hans segir að hann muni ekki tjá sig um málið. Lögmaður Giuffre, David Boies, segir hana hafa leitað allra leiða til að leysa málið utan dómstóla en nú sé komið að því að bera það undir dómara og kviðdóm. „Á þessu stigi er málshöfðun eina leiðin til að leiða sannleikann í ljós og málshöfðun er eina leiðin til að leiða í ljós í eitt skipti fyrir öll hvaða sönnunargögn Andrés getur lagt fram,“ sagði Boies í samtali við BBC. Hann sagði óskynsamlegt af prinsinum að hunsa dómsmálið; ef hann gerði það yrði dæmt í málinu án hans aðkomu og dóminum framfylgt í Bandaríkjunum og öllum siðmenntuðum ríkjum heims. Boies sagði Giuffre vilja senda þau skilaboð til ríkra og valdamikilla manna að hegðun á borð við þá sem Andrés hefði gerst sekur um væri ekki ásættanleg og ómögulegt að fela sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“. Prinsinn á ekki á hættu að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem um er að ræða einkamál en ekki sakamál. Giuffre hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér á heimili Jeffrey Epstein þegar hún var 17 ára gömul, vitandi hvað hún var gömul og að hún var fórnarlamb mansals. Samkvæmt gögnum málsins hafa Andrés og fulltrúar hans neitað að svara ásökununum og leggja fram gögn. Kóngafólk Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins MeToo Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Prinsinn hefur ítrekað neitað ásökununum og talskona hans segir að hann muni ekki tjá sig um málið. Lögmaður Giuffre, David Boies, segir hana hafa leitað allra leiða til að leysa málið utan dómstóla en nú sé komið að því að bera það undir dómara og kviðdóm. „Á þessu stigi er málshöfðun eina leiðin til að leiða sannleikann í ljós og málshöfðun er eina leiðin til að leiða í ljós í eitt skipti fyrir öll hvaða sönnunargögn Andrés getur lagt fram,“ sagði Boies í samtali við BBC. Hann sagði óskynsamlegt af prinsinum að hunsa dómsmálið; ef hann gerði það yrði dæmt í málinu án hans aðkomu og dóminum framfylgt í Bandaríkjunum og öllum siðmenntuðum ríkjum heims. Boies sagði Giuffre vilja senda þau skilaboð til ríkra og valdamikilla manna að hegðun á borð við þá sem Andrés hefði gerst sekur um væri ekki ásættanleg og ómögulegt að fela sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“. Prinsinn á ekki á hættu að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem um er að ræða einkamál en ekki sakamál. Giuffre hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér á heimili Jeffrey Epstein þegar hún var 17 ára gömul, vitandi hvað hún var gömul og að hún var fórnarlamb mansals. Samkvæmt gögnum málsins hafa Andrés og fulltrúar hans neitað að svara ásökununum og leggja fram gögn.
Kóngafólk Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins MeToo Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira