Segir ósamræmi í stefnu ríkisstjórnar og menntamálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 22:03 Þorbjörg Sigríður situr á þingi fyrir Viðreisn og á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í allsherjar- og menntmálanefnd þingsins, er gagnrýnin á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna óljósra skilaboða um hvernig skólahaldi verður háttað í haust. „Það eru fimm dagar síðan menntamálaráðherra kom fyrir allsherjar-og menntamálanefnd að minni ósk. Tilefnið var þögn ríkisstjórnarinnar um skipulag skólastarfs, fyrst og fremst hvernig ætti að haga því vegna sóttvarnaráðstafana. Mér fannst þess vegna miklu skipta að menntamálaráðherra gerði grein fyrir því hvernig áætlun stjórnvalda liti út þegar aðeins voru um þrjár vikur í að skólarnir í landinu áttu að byrja; hvert planið var til að tryggja skólavist barna, starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks,“ skrifar Þorbjörg Sigríður á Facebook-síðu sinni. Hún segir Lilju hafa á fundinum tjáð sig um að engar takmarkanir yrðu og skólahald með eðlilegum hætti. Í samtali við fréttastofu þann 3. ágúst sagði Lilja að stefnt væri að því að hægt væri að hefja takmarkalaust skólahald í haust. Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki. Aðgerðir innanlands hafa verið framlengdar um tvær vikur og gilda því nú til 27. ágúst en áður en það var ákveðið giltu þær til 13. ágúst. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar kom fram að gert væri ráð fyrir að skólastarf yrði háð sömu takmörkunum og samfélagið allt, ef frá er talin grímuskylda, þar sem yngri nemendur munu ekki þurfa að bera grímu. Þannig myndu 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra nándarregla gilda í skólum. Þorbjörg Sigríður segir Lilju í engu hafa svarað spurningum um hvernig hægt væri að ráðast í takmarkalaust skólahald í haust og bætir því við að fulltrúar Kennarasambands Íslands hafi einnig setið fundinn og fengið þau skilaboð að ráðgert væri að skólahald færi fram án takmarkana. „Staðan þá var hin sama í samfélaginu og hún er núna fimm dögum síðar. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins vegar önnur. Þessi vinnubrögð eru öllum vond og með nokkrum ólíkindum - og það eru óheilbrigð skilaboð til skólabarna að undirbúningur sé ekki meiri en þetta,“ segir Þorbjörg Sigríður. Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Það eru fimm dagar síðan menntamálaráðherra kom fyrir allsherjar-og menntamálanefnd að minni ósk. Tilefnið var þögn ríkisstjórnarinnar um skipulag skólastarfs, fyrst og fremst hvernig ætti að haga því vegna sóttvarnaráðstafana. Mér fannst þess vegna miklu skipta að menntamálaráðherra gerði grein fyrir því hvernig áætlun stjórnvalda liti út þegar aðeins voru um þrjár vikur í að skólarnir í landinu áttu að byrja; hvert planið var til að tryggja skólavist barna, starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks,“ skrifar Þorbjörg Sigríður á Facebook-síðu sinni. Hún segir Lilju hafa á fundinum tjáð sig um að engar takmarkanir yrðu og skólahald með eðlilegum hætti. Í samtali við fréttastofu þann 3. ágúst sagði Lilja að stefnt væri að því að hægt væri að hefja takmarkalaust skólahald í haust. Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki. Aðgerðir innanlands hafa verið framlengdar um tvær vikur og gilda því nú til 27. ágúst en áður en það var ákveðið giltu þær til 13. ágúst. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar kom fram að gert væri ráð fyrir að skólastarf yrði háð sömu takmörkunum og samfélagið allt, ef frá er talin grímuskylda, þar sem yngri nemendur munu ekki þurfa að bera grímu. Þannig myndu 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra nándarregla gilda í skólum. Þorbjörg Sigríður segir Lilju í engu hafa svarað spurningum um hvernig hægt væri að ráðast í takmarkalaust skólahald í haust og bætir því við að fulltrúar Kennarasambands Íslands hafi einnig setið fundinn og fengið þau skilaboð að ráðgert væri að skólahald færi fram án takmarkana. „Staðan þá var hin sama í samfélaginu og hún er núna fimm dögum síðar. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins vegar önnur. Þessi vinnubrögð eru öllum vond og með nokkrum ólíkindum - og það eru óheilbrigð skilaboð til skólabarna að undirbúningur sé ekki meiri en þetta,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01