Innlent

Ríkis­­stjórnin kynnti að­­gerðir á blaða­manna­fundi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sem taka gildi á laugardag á blaðamannafundi í dag.
Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sem taka gildi á laugardag á blaðamannafundi í dag. vísir/sigurjón

Ríkisstjórnin mun kynna næstu skref í innanlandsaðgerðum á blaðamannafundi klukkan 16. Fundurinn er sendur út frá Grindavík þar sem ríkisstjórnin hefur fundað í dag.

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar fór fram í Salthúsinu í Grindavík í morgun og var búist við því að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra myndi kynna aðgerðir að honum loknum en aðgerðir innanlands voru þar til umræðu.

Núverandi aðgerðir gilda til þriggja vikna og fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu. Þær gilda til föstudagsins 13. ágúst.

Fundurinn hefst klukkan 16 og verður hann í beinni útsendingu hér á Vísi. Þá verður jafnframt hægt að fylgjast með textalýsingu frá fundinum hér að neðan.

Uppfært: Blaðamannafundinum er lokið en upptöku af honum má nálgast hér innan skamms. Aðgerðir verða að mestu óbreyttar næstu tvær vikurnar en nánari upplýsingar má nálgast hér eða í vaktinni hér fyrir neðan.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.