Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 19:01 Stefnt er að því að hefja hefðbundið skólastarf án takmarkana á öllum skólastigum í haust. Vísir/Egill Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. „Kennarar eru núna að fara aftur í bólusetningu og við fylgjumst mjög náið með stöðunni. Það er ekkert sem bendir til að takmarkanir verði á skólahaldi í haust,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þetta eigi við um öll skólastig og það sé ekki forsenda að unglingar hafi verið bólusettir. En miðað við stöðuna almennt núna og hversu margir eru að greinast utan sóttkvíar, er þá ekki líklegt að skólastarf raskist verulega? „Við verðum að taka á því þegar að því kemur,“ segir Lilja. Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis hefur að beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, boðað menntamálaráðherra á sinn fund til þess að fara yfir stöðuna. Hún fagnar því að stefnt sé að eðlilegu skólastarfi en segir ýmsu ósvarað um hvort svo geti orðið. „Ég trúi ekki öðru en að það hafi verið unnið að því markvisst í menntamálaráðuneytinu í sumar að undirbúa hvernig eigi að ná því markmiði. Núna heyrir maður til dæmis talað um að æskilegt sé að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára og forsætisráðherra talar um að núna eigi að meta kosti og galla þess. Það er auðvitað ansi seint,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/ArnarHalldórs Formaður Kennarasambands Íslands vonar að þetta gangi upp. „Það er alveg orðið tímabært að setja skólana í forgang og miða aðgerðir að því að nám geti farið fram með sem eðlilegustum hætti,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður. Skynjaru einhverjar áhyggjur hjá kennurum yfir þessu? „Jú, það eru fullt af áhyggjum en ég skynja líka mjög sterka löngun til þess að geta haldið úti venjulegu skólastarfi.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
„Kennarar eru núna að fara aftur í bólusetningu og við fylgjumst mjög náið með stöðunni. Það er ekkert sem bendir til að takmarkanir verði á skólahaldi í haust,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þetta eigi við um öll skólastig og það sé ekki forsenda að unglingar hafi verið bólusettir. En miðað við stöðuna almennt núna og hversu margir eru að greinast utan sóttkvíar, er þá ekki líklegt að skólastarf raskist verulega? „Við verðum að taka á því þegar að því kemur,“ segir Lilja. Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis hefur að beiðni Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, boðað menntamálaráðherra á sinn fund til þess að fara yfir stöðuna. Hún fagnar því að stefnt sé að eðlilegu skólastarfi en segir ýmsu ósvarað um hvort svo geti orðið. „Ég trúi ekki öðru en að það hafi verið unnið að því markvisst í menntamálaráðuneytinu í sumar að undirbúa hvernig eigi að ná því markmiði. Núna heyrir maður til dæmis talað um að æskilegt sé að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára og forsætisráðherra talar um að núna eigi að meta kosti og galla þess. Það er auðvitað ansi seint,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/ArnarHalldórs Formaður Kennarasambands Íslands vonar að þetta gangi upp. „Það er alveg orðið tímabært að setja skólana í forgang og miða aðgerðir að því að nám geti farið fram með sem eðlilegustum hætti,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður. Skynjaru einhverjar áhyggjur hjá kennurum yfir þessu? „Jú, það eru fullt af áhyggjum en ég skynja líka mjög sterka löngun til þess að geta haldið úti venjulegu skólastarfi.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira