Guðbjörg leggur hanskana á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 09:31 Guðbjörg mun ekki spila aftur fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Hin margreynda Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna. Hún mun þó vera áfram tengd fótbolta en vill ekki gefa upp hvað framtíðin ber í skauti sér. Hún ætlaði að leika með norska félaginu Arna-Bjørnar í vetur en álag heima fyrir varð til þess að ekkert varð úr því þar sem aðstæður innan félagsins breyttust óvænt. Guðbjörg greindi sjálf frá á samfélagsmiðlum. Takk fyrir allt #endofanera pic.twitter.com/XL5Yng7vDa— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) August 9, 2021 „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ segir Guðbjörg í upphafi færslu sinnar. „Ég hef spilað í Damallsvenskan, Bundesligan og Toppserien erlendis ásamt því að hafa verið hluti af gullaldarliði Vals áður en ég flutti út og fór í atvinnumennsku. Upplifað Champions League með Val, Lilleström og Turbine Potsdam. Tímabilið 2015 var sennilega það besta á ferlinum þegar ég var vann tvöfalt með Lillestrøm í Noregi, var markmaður ársins og sló meðal annars met í að halda hreinu í deildinni.“ Draumurinn rættist „Ég átti mér draum síðan ég var lítil stelpa í FH að spila með íslenska landsliðinu. Draumur sem rættist. Ég er hrikalega stolt af því að hafa fengið að vera hluti af íslenska landsliðinu í næstum tvo áratugi. Ég fékk tækifæri til að spila í öllum þremur stórmótum sem við höfum tekið þátt í, upplifun sem ég mun aldrei gleyma.“ Varðandi sína uppáhalds leiki með íslenska landsliðinu segir Guðbjörg erfitt að nefna einn en tveir standi þó í raun og veru upp úr. Annars vegar 1-0 sigurinn á Hollandi á EM 2013 og svo 3-2 sigur á útivelli gegn Þýskalandi í undankeppni HM nokkrum árum síðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á þremur stórmótum.VÍSIR/DANÍEL „Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim þjálfurum sem ég hef haft og starfsfólki KSÍ sem hafa gert allt til að sjá til þess að við leikmenn höfum haft þau verkfæri til að skila frammistöðu inn á vellinum.“ „Það sem stendur eftir er fyrst og fremst vináttan og sjálft ferðalagið með þeim leikmönnum og þjálfurum sem ég hef unnið með hverju sinni. Nánast allir mínir bestu vinir í dag hef ég eignast í gegnum bæði landslið og félagslið. Vinátta sem ég mun halda í lífið út.“ „Ég hef tekið ákvörðun um framhaldið sem mun verða opinber innan skamms. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég get ekki verið án fótboltans í langan tíma,“ segir Guðbjörg að lokum. Hin 36 ára gamla Guðbjörg spilaði eins og áður sagði á þremur stórmótum með íslenska landsliðinu en alls spilaði hún 64 A-landsleiki á ferli sínum. Einnig lék hún 37 yngri landsleiki. Hún lék með FH og Val hér á landi áður en hún hélt ytra í farsælan atvinnumannaferil sem hefur spannað rúmlega 13 ár. Þar spilaði hún með Djurgården, Avaldsnes, Turbine Potsdam, Lillestrøm, Djurgården aftur og svo Arna-Bjørnar. Hún ætlaði sér að klára tímabilið með síðastnefnda liðinu en breyttar aðstæður hjá félaginu gerðu það að verkum að Guðbjörg rifti samningi sínum og hefur nú ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Guðbjörg Gunnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.Nordic Photos/Getty Fótbolti Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Hún ætlaði að leika með norska félaginu Arna-Bjørnar í vetur en álag heima fyrir varð til þess að ekkert varð úr því þar sem aðstæður innan félagsins breyttust óvænt. Guðbjörg greindi sjálf frá á samfélagsmiðlum. Takk fyrir allt #endofanera pic.twitter.com/XL5Yng7vDa— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) August 9, 2021 „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ segir Guðbjörg í upphafi færslu sinnar. „Ég hef spilað í Damallsvenskan, Bundesligan og Toppserien erlendis ásamt því að hafa verið hluti af gullaldarliði Vals áður en ég flutti út og fór í atvinnumennsku. Upplifað Champions League með Val, Lilleström og Turbine Potsdam. Tímabilið 2015 var sennilega það besta á ferlinum þegar ég var vann tvöfalt með Lillestrøm í Noregi, var markmaður ársins og sló meðal annars met í að halda hreinu í deildinni.“ Draumurinn rættist „Ég átti mér draum síðan ég var lítil stelpa í FH að spila með íslenska landsliðinu. Draumur sem rættist. Ég er hrikalega stolt af því að hafa fengið að vera hluti af íslenska landsliðinu í næstum tvo áratugi. Ég fékk tækifæri til að spila í öllum þremur stórmótum sem við höfum tekið þátt í, upplifun sem ég mun aldrei gleyma.“ Varðandi sína uppáhalds leiki með íslenska landsliðinu segir Guðbjörg erfitt að nefna einn en tveir standi þó í raun og veru upp úr. Annars vegar 1-0 sigurinn á Hollandi á EM 2013 og svo 3-2 sigur á útivelli gegn Þýskalandi í undankeppni HM nokkrum árum síðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á þremur stórmótum.VÍSIR/DANÍEL „Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim þjálfurum sem ég hef haft og starfsfólki KSÍ sem hafa gert allt til að sjá til þess að við leikmenn höfum haft þau verkfæri til að skila frammistöðu inn á vellinum.“ „Það sem stendur eftir er fyrst og fremst vináttan og sjálft ferðalagið með þeim leikmönnum og þjálfurum sem ég hef unnið með hverju sinni. Nánast allir mínir bestu vinir í dag hef ég eignast í gegnum bæði landslið og félagslið. Vinátta sem ég mun halda í lífið út.“ „Ég hef tekið ákvörðun um framhaldið sem mun verða opinber innan skamms. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég get ekki verið án fótboltans í langan tíma,“ segir Guðbjörg að lokum. Hin 36 ára gamla Guðbjörg spilaði eins og áður sagði á þremur stórmótum með íslenska landsliðinu en alls spilaði hún 64 A-landsleiki á ferli sínum. Einnig lék hún 37 yngri landsleiki. Hún lék með FH og Val hér á landi áður en hún hélt ytra í farsælan atvinnumannaferil sem hefur spannað rúmlega 13 ár. Þar spilaði hún með Djurgården, Avaldsnes, Turbine Potsdam, Lillestrøm, Djurgården aftur og svo Arna-Bjørnar. Hún ætlaði sér að klára tímabilið með síðastnefnda liðinu en breyttar aðstæður hjá félaginu gerðu það að verkum að Guðbjörg rifti samningi sínum og hefur nú ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Guðbjörg Gunnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.Nordic Photos/Getty
Fótbolti Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira