Guðbjörg leggur hanskana á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 09:31 Guðbjörg mun ekki spila aftur fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Hin margreynda Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ákveðið að leggja markmannshanskana á hilluna. Hún mun þó vera áfram tengd fótbolta en vill ekki gefa upp hvað framtíðin ber í skauti sér. Hún ætlaði að leika með norska félaginu Arna-Bjørnar í vetur en álag heima fyrir varð til þess að ekkert varð úr því þar sem aðstæður innan félagsins breyttust óvænt. Guðbjörg greindi sjálf frá á samfélagsmiðlum. Takk fyrir allt #endofanera pic.twitter.com/XL5Yng7vDa— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) August 9, 2021 „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ segir Guðbjörg í upphafi færslu sinnar. „Ég hef spilað í Damallsvenskan, Bundesligan og Toppserien erlendis ásamt því að hafa verið hluti af gullaldarliði Vals áður en ég flutti út og fór í atvinnumennsku. Upplifað Champions League með Val, Lilleström og Turbine Potsdam. Tímabilið 2015 var sennilega það besta á ferlinum þegar ég var vann tvöfalt með Lillestrøm í Noregi, var markmaður ársins og sló meðal annars met í að halda hreinu í deildinni.“ Draumurinn rættist „Ég átti mér draum síðan ég var lítil stelpa í FH að spila með íslenska landsliðinu. Draumur sem rættist. Ég er hrikalega stolt af því að hafa fengið að vera hluti af íslenska landsliðinu í næstum tvo áratugi. Ég fékk tækifæri til að spila í öllum þremur stórmótum sem við höfum tekið þátt í, upplifun sem ég mun aldrei gleyma.“ Varðandi sína uppáhalds leiki með íslenska landsliðinu segir Guðbjörg erfitt að nefna einn en tveir standi þó í raun og veru upp úr. Annars vegar 1-0 sigurinn á Hollandi á EM 2013 og svo 3-2 sigur á útivelli gegn Þýskalandi í undankeppni HM nokkrum árum síðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á þremur stórmótum.VÍSIR/DANÍEL „Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim þjálfurum sem ég hef haft og starfsfólki KSÍ sem hafa gert allt til að sjá til þess að við leikmenn höfum haft þau verkfæri til að skila frammistöðu inn á vellinum.“ „Það sem stendur eftir er fyrst og fremst vináttan og sjálft ferðalagið með þeim leikmönnum og þjálfurum sem ég hef unnið með hverju sinni. Nánast allir mínir bestu vinir í dag hef ég eignast í gegnum bæði landslið og félagslið. Vinátta sem ég mun halda í lífið út.“ „Ég hef tekið ákvörðun um framhaldið sem mun verða opinber innan skamms. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég get ekki verið án fótboltans í langan tíma,“ segir Guðbjörg að lokum. Hin 36 ára gamla Guðbjörg spilaði eins og áður sagði á þremur stórmótum með íslenska landsliðinu en alls spilaði hún 64 A-landsleiki á ferli sínum. Einnig lék hún 37 yngri landsleiki. Hún lék með FH og Val hér á landi áður en hún hélt ytra í farsælan atvinnumannaferil sem hefur spannað rúmlega 13 ár. Þar spilaði hún með Djurgården, Avaldsnes, Turbine Potsdam, Lillestrøm, Djurgården aftur og svo Arna-Bjørnar. Hún ætlaði sér að klára tímabilið með síðastnefnda liðinu en breyttar aðstæður hjá félaginu gerðu það að verkum að Guðbjörg rifti samningi sínum og hefur nú ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Guðbjörg Gunnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.Nordic Photos/Getty Fótbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira
Hún ætlaði að leika með norska félaginu Arna-Bjørnar í vetur en álag heima fyrir varð til þess að ekkert varð úr því þar sem aðstæður innan félagsins breyttust óvænt. Guðbjörg greindi sjálf frá á samfélagsmiðlum. Takk fyrir allt #endofanera pic.twitter.com/XL5Yng7vDa— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) August 9, 2021 „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ segir Guðbjörg í upphafi færslu sinnar. „Ég hef spilað í Damallsvenskan, Bundesligan og Toppserien erlendis ásamt því að hafa verið hluti af gullaldarliði Vals áður en ég flutti út og fór í atvinnumennsku. Upplifað Champions League með Val, Lilleström og Turbine Potsdam. Tímabilið 2015 var sennilega það besta á ferlinum þegar ég var vann tvöfalt með Lillestrøm í Noregi, var markmaður ársins og sló meðal annars met í að halda hreinu í deildinni.“ Draumurinn rættist „Ég átti mér draum síðan ég var lítil stelpa í FH að spila með íslenska landsliðinu. Draumur sem rættist. Ég er hrikalega stolt af því að hafa fengið að vera hluti af íslenska landsliðinu í næstum tvo áratugi. Ég fékk tækifæri til að spila í öllum þremur stórmótum sem við höfum tekið þátt í, upplifun sem ég mun aldrei gleyma.“ Varðandi sína uppáhalds leiki með íslenska landsliðinu segir Guðbjörg erfitt að nefna einn en tveir standi þó í raun og veru upp úr. Annars vegar 1-0 sigurinn á Hollandi á EM 2013 og svo 3-2 sigur á útivelli gegn Þýskalandi í undankeppni HM nokkrum árum síðar. Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á þremur stórmótum.VÍSIR/DANÍEL „Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim þjálfurum sem ég hef haft og starfsfólki KSÍ sem hafa gert allt til að sjá til þess að við leikmenn höfum haft þau verkfæri til að skila frammistöðu inn á vellinum.“ „Það sem stendur eftir er fyrst og fremst vináttan og sjálft ferðalagið með þeim leikmönnum og þjálfurum sem ég hef unnið með hverju sinni. Nánast allir mínir bestu vinir í dag hef ég eignast í gegnum bæði landslið og félagslið. Vinátta sem ég mun halda í lífið út.“ „Ég hef tekið ákvörðun um framhaldið sem mun verða opinber innan skamms. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég get ekki verið án fótboltans í langan tíma,“ segir Guðbjörg að lokum. Hin 36 ára gamla Guðbjörg spilaði eins og áður sagði á þremur stórmótum með íslenska landsliðinu en alls spilaði hún 64 A-landsleiki á ferli sínum. Einnig lék hún 37 yngri landsleiki. Hún lék með FH og Val hér á landi áður en hún hélt ytra í farsælan atvinnumannaferil sem hefur spannað rúmlega 13 ár. Þar spilaði hún með Djurgården, Avaldsnes, Turbine Potsdam, Lillestrøm, Djurgården aftur og svo Arna-Bjørnar. Hún ætlaði sér að klára tímabilið með síðastnefnda liðinu en breyttar aðstæður hjá félaginu gerðu það að verkum að Guðbjörg rifti samningi sínum og hefur nú ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Guðbjörg Gunnarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.Nordic Photos/Getty
Fótbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira