Erlent

„Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Loftmynd sem tekin var í dag af eyjunni Evia sýnir hversu stór hluti hennar brennur.
Loftmynd sem tekin var í dag af eyjunni Evia sýnir hversu stór hluti hennar brennur. AP/Maxar Technologies

Ólétt kona sem flutt var á brott af eyjunni Evia í Grikklandi vegna mikilla gróðurelda sem þar geisa segir aðstæður á eyjunni líkjast hryllingsmynd.

Þungt hljóð er í heimamönnum í Grikklandi vegna gróðureldanna sem hafa geisað í landinu að undanförnu. Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna eldanna, sem stafa af mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir landið í þrjátíu ár.

Miklir eldar geisa á eyjunni Evia, næststærstu eyju Grikklands, þar sem mikil eyðilegging hefur átt sér stað.

„Þetta er eins og í hryllingsmynd,“ er haft eftir Minu, 38 ára óléttri konu, á vef Reuters. Var verið að flytja hana á brott frá bænum Pefki á eyjunni, á sama tíma og askan féll allt í kring.

„Þetta er samt ekki kvikmynd, þetta er raunveruleikinn og þetta er sá hryllingur sem við höfum þurft að lifa við undanfarna viku,“ segir Mina.

Gróðureldarnir hafa brunnið á þúsundum hektara á eyjunni og umkringt bæi og heimili.

Meira en tvö þúsund íbúar eyjunnar hafa verið fluttir á brott. Herinn hefur verið kallaður til við að aðstoða við slökkvistarf auk þess sem aðstoð hefur borist frá Frakklandi, Egyptalandi, Sviss og Spáni.


Tengdar fréttir

„Hvert eigum við að fara?“

Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.