Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 23:47 Loftslag á Íslandi stýrist meðal annars af Golfstraumnum sem flytur hlýjan sjó sunnan úr hafi norður á bóginn. Vísir/Vilhelm Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC), sem Golfstraumurinn svonefndi er hluti af, gæti veikst vegna hlýnunar sjávar og ferskvatns frá bráðandi Grænlandsjökli. Fornloftslagsfræðingar hafa fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Slökknaði á þessu færibandi gæti meðal annars kólnað til muna í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku. Ekki eru beinar athuganir sem sýna að hægt hafi á veltihringrásinni en ný greining á gögnum um hitastig og seltu sjávar sem ná tæp hundrað ár aftur í tímann gefur vísbendingar um að allir þeir þættir sem halda hringrásinni gangandi séu nú óstöðugri en áður, að sögn Washington Post. Hægari hringrás er viðkvæmari fyrir röskunum á jafnvægi hennar, hefur bandaríska blaðið eftir Niklas Boers, vísindamanni við Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunina í Þýskalandi. Hringrásin gengur fyrir hita- og seltumismun á milli norðurs og suðurs en loftslagsbreytingar raska nú jafnvæginu. Boers segir nú ekki útilokað að AMOC gæti stöðvast með víðtækum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Rannsókn hans og félaga hans birtist í vísindaritinu Nature Climate Change. Kuldaskeið í þúsund ár Talið er að AMOC hafi stöðvast undir lok síðustu ísaldar þegar gríðarlegt magn ferskvatns úr risavöxnu jökullóni í Norður-Ameríku flæddi út í Atlantshafið. Þá hafi snarkólnað víða á norðurhveli jarðar, sérstaklega í Evrópu. Veðurvitni benda til þess að kuldaskeiðið hafi staðið yfir í þúsund ár. Líkurnar á að AMOC stöðvist á næstu 300 árunum voru ekki taldar miklar nema menn héldu áfram algerlega óheftri losun á gróðurhúsalofttegundum í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um höfin og freðhvolf jarðar sem kom út árið 2019. Þar var þó gert ráð fyrir að hringrásin veiktist á þessari öld. Boers, höfundur nýju greiningarinnar, segir að rannsókn sín bendi til þess að vendipunkturinn fyrir hringrásina gæti verið mun nær en talið hefur verið. Það gæti þó þýtt allt frá fáum áratugum í nokkrar aldir, að því er segir í frétt The Guardian. „Öll teiknin á lofti eru í samræmi við að sjúklingurinn eigi við raunveruleg banvæn vandamál að stríða,“ segir hann. David Thornalley, vísindamaður við University College í London sem hefur birt rannsókn um að AMOC hafi ekki verið veikari í 1.600 ár, segir það áhyggjuefni að hringrásin virðist verða óstöðugri en menn viti enn ekki hvort að hún muni stöðvast eða hvenær það gæti þá gerst. Jafnvel þó að veltihringrásin stöðvaðist alveg og verulega kólnaði á norðurhveli jarðar stöðvaði það ekki hnattræna hlýnun til lengri tíma litið héldi stórfelld losun á gróðurhúsalofttegundum áfram. Rannsókn sem birtist í Nature árið 2015 þar sem loftslagslíkön voru notuð til að áætla áhrif stöðvunar hringrásarinnar á loftslag benti til þess að staðbundið gæti hún vegið upp á móti hnattrænni hlýnun í meira en öld. Hnattrænt gæti kólnunin hins vegar varað í aðeins nokkra áratugi áður en aftur byrjaði að hlýna vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC), sem Golfstraumurinn svonefndi er hluti af, gæti veikst vegna hlýnunar sjávar og ferskvatns frá bráðandi Grænlandsjökli. Fornloftslagsfræðingar hafa fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Slökknaði á þessu færibandi gæti meðal annars kólnað til muna í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku. Ekki eru beinar athuganir sem sýna að hægt hafi á veltihringrásinni en ný greining á gögnum um hitastig og seltu sjávar sem ná tæp hundrað ár aftur í tímann gefur vísbendingar um að allir þeir þættir sem halda hringrásinni gangandi séu nú óstöðugri en áður, að sögn Washington Post. Hægari hringrás er viðkvæmari fyrir röskunum á jafnvægi hennar, hefur bandaríska blaðið eftir Niklas Boers, vísindamanni við Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunina í Þýskalandi. Hringrásin gengur fyrir hita- og seltumismun á milli norðurs og suðurs en loftslagsbreytingar raska nú jafnvæginu. Boers segir nú ekki útilokað að AMOC gæti stöðvast með víðtækum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Rannsókn hans og félaga hans birtist í vísindaritinu Nature Climate Change. Kuldaskeið í þúsund ár Talið er að AMOC hafi stöðvast undir lok síðustu ísaldar þegar gríðarlegt magn ferskvatns úr risavöxnu jökullóni í Norður-Ameríku flæddi út í Atlantshafið. Þá hafi snarkólnað víða á norðurhveli jarðar, sérstaklega í Evrópu. Veðurvitni benda til þess að kuldaskeiðið hafi staðið yfir í þúsund ár. Líkurnar á að AMOC stöðvist á næstu 300 árunum voru ekki taldar miklar nema menn héldu áfram algerlega óheftri losun á gróðurhúsalofttegundum í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um höfin og freðhvolf jarðar sem kom út árið 2019. Þar var þó gert ráð fyrir að hringrásin veiktist á þessari öld. Boers, höfundur nýju greiningarinnar, segir að rannsókn sín bendi til þess að vendipunkturinn fyrir hringrásina gæti verið mun nær en talið hefur verið. Það gæti þó þýtt allt frá fáum áratugum í nokkrar aldir, að því er segir í frétt The Guardian. „Öll teiknin á lofti eru í samræmi við að sjúklingurinn eigi við raunveruleg banvæn vandamál að stríða,“ segir hann. David Thornalley, vísindamaður við University College í London sem hefur birt rannsókn um að AMOC hafi ekki verið veikari í 1.600 ár, segir það áhyggjuefni að hringrásin virðist verða óstöðugri en menn viti enn ekki hvort að hún muni stöðvast eða hvenær það gæti þá gerst. Jafnvel þó að veltihringrásin stöðvaðist alveg og verulega kólnaði á norðurhveli jarðar stöðvaði það ekki hnattræna hlýnun til lengri tíma litið héldi stórfelld losun á gróðurhúsalofttegundum áfram. Rannsókn sem birtist í Nature árið 2015 þar sem loftslagslíkön voru notuð til að áætla áhrif stöðvunar hringrásarinnar á loftslag benti til þess að staðbundið gæti hún vegið upp á móti hnattrænni hlýnun í meira en öld. Hnattrænt gæti kólnunin hins vegar varað í aðeins nokkra áratugi áður en aftur byrjaði að hlýna vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent