Veður

Skúraleiðingar en hlýtt í veðri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Áfram má búast við að rigni víða, einkum inn til landsins.
Áfram má búast við að rigni víða, einkum inn til landsins. Veðurstofa Ísland

Áfram má búast við skúraleiðingum, einkum inn til landsins í dag en hlýtt verður í veðri. Búast má við að veður haldist svipað yfir helgina en rigning verður minni um helgina. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Búast má við hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag. Veður helst svipað um helgina en rigning fer minnkandi á sunnudag. Þá verður bjart með köflum og hlýnar enn frekar í veðri. 

Á morgun verður bjart með köflum austantil en rignir síðdegis. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig. Á sunnudag helst veður svipað, þurrt verður að mestu og víða bjart. Það mun hins vegar þykkna upp á vestanverðu landinu um kvöldið. Hitinn veður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Veðrið breytist lítið eftir helgi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×