Timanovskaya óttaðist um framtíð sína þegar hún var kölluð heim til Belarús áður en Ólympíuleikunum lauk, eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína. Pólverjar veittu henni skjól þegar að hún leitaði í sendiráð þeirra í Tókýó og var búist við að henni yrði flogið beint til Póllands.
Áfangastað var hins vegar breytt á síðustu stundu, samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni á flugvellinum í Tókýó. Áður en hún yfirgaf borgina sagði hún fjölmiðlamönnum að hún væri ekki pólitísk og vonaðist til að geta einhvern tíma snúið aftur til heimalandsins.
Eiginmaður hennar hefur flúið Belarús og er nú í Úkraínu.