Íslenski boltinn

Blikar til Kýpur eða Aserbaídsjan?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Blikar unnu frækinn sigur á Austria Vín á dögunum
Blikar unnu frækinn sigur á Austria Vín á dögunum

Dregið var í næstu umferðir Evrópukeppnanna í dag og þar kom í ljós hverjum Breiðablik gæti mætt, komist liðið áfram úr einvíginu við Aberdeen.

Breiðablik mætir skoska úrvalsdeildarliðinu Aberdeen í tveimur leikjum í 3.umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrri leikurinn í einvíginu verður næstkomandi fimmtudag og sá síðari viku síðar.

Takist Blikum að komast áfram gegn Skotunum mun Kópavogsliðið mæta annað hvort AEL Limassol frá Kýpur eða Qarabağ frá Aserbaídsjan.

Í þessari 4.umferð forkeppninnar mæta nokkur stór félög til leiks og ber þar helst að nefna Tottenham Hotspur og AS Roma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.