Enski boltinn

Aston Villa búið að finna arftaka Grealish?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leon Bailey fagnar marki með Leverkusen.
Leon Bailey fagnar marki með Leverkusen. vísir/getty

Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa hefur náð samkomulagi við þýska úrvalsdeildarliðið Bayer Leverkusen um kaup á Leon Bailey.

Enska félagið staðfestir þetta á miðlum sínum í dag og á leikmaðurinn nú bara eftir að gangast undir læknisskoðun til að hægt sé að klára félagaskiptin.

Bailey þessi er 23 ára gamall kantmaður sem kemur frá Jamaíka en hann hefur verið í lykilhlutverki í sóknarleik Leverkusen undanfarin fjögur tímabil og skoraði níu mörk í þýsku Bundesligunni á síðustu leiktíð.

Er kaupverðið talið vera í kringum 30 milljónir punda.

Þykir þetta renna stoðum undir að Jack Grealish, skærasta stjarna Aston Villa, sé að yfirgefa félagið og ganga í raðir Manchester City en meistararnir hafa lagt fram 100 milljón punda kauptilboð í enska landsliðsmanninn.


Tengdar fréttir

Gæti orðið dýrasti leik­maður Man City frá upp­hafi

Framtíð enska landsliðsframherjans Harry Kane virðist enn í lausu lofti. Spurning hversu lengi Tottenham Hotspur geti staðist gylliboð Manchester City en talið er að Englandsmeistararnir gætu boðið allt að 160 milljónir punda til að fá Kane í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×