Fólk í sóttkví fær ekki að dvelja á farsóttarhúsum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 17:41 Svandís Svavarsdóttir ætlar að breyta reglugerð um farsóttarhús. Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að breyta reglugerð sinni um farsóttarhús þannig að húsin verði aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Samningaviðræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum farsóttarhúsum á laggirnar. Breytingin ætti að taka gildi í næstu viku og því ætti að létta mjög á farsóttarhúsunum bráðlega en þau eru nú yfirfull. Dæmi eru um að þeir sem eru smitaðir af Covid-19 fái ekki pláss til að taka út einangrun sína. Einhverjir hafa þurft að dvelja í bílum sínum því þeir hafa ekki átt í önnur hús að vernda. Eins og Vísir greindi frá í gær eru það óbólusettir ferðamenn, sem verða að fara í fimm daga sóttkví í komuna til landsins, sem hafa verið stærsta vandamálið. Í gær voru 170 herbergi tekin undir erlenda ferðamenn á farsóttarhúsunum en 250 undir Íslendinga með Covid-smit. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfestir það við fréttastofu að lausn á þessu hafi verið fundin: „Við höfum ákveðið að gera breytingu sem snýr að því að ferðamenn í sóttkví verði að finna sér önnur úrræði en farsóttarhús stjórnvalda. Fyrirkomulagið eins og það er núna er eitthvað sem gengur ekki til lengdar; að fólk í sóttkví geti tekið hana út á farsóttarhúsunum,“ segir hún. Þá létti breytingin sem gerð var á einangrunartíma bólusettra í gær einnig álagið á farsóttarhúsunum. Sjá einnig: „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annars staðar en hjá okkur“. „Það eru þessar tvær aðgerðir, styttri einangrun fyrir bólusetta sem eru einkennalausir og breytingin á reglugerðinni, sem ættu að leysa það ástand sem nú er komið upp,“ segir Svandís. Þá segir hún að samningaviðræður séu einnig í gangi við tvö ný hótel og býst hún við að þau ættu að verða tekin í notkun sem farsóttarhús á næstunni. Annað þeirra verður hugsað fyrir smitaða einstaklinga í einangrun en hitt fyrir starfsfólk í framlínunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Breytingin ætti að taka gildi í næstu viku og því ætti að létta mjög á farsóttarhúsunum bráðlega en þau eru nú yfirfull. Dæmi eru um að þeir sem eru smitaðir af Covid-19 fái ekki pláss til að taka út einangrun sína. Einhverjir hafa þurft að dvelja í bílum sínum því þeir hafa ekki átt í önnur hús að vernda. Eins og Vísir greindi frá í gær eru það óbólusettir ferðamenn, sem verða að fara í fimm daga sóttkví í komuna til landsins, sem hafa verið stærsta vandamálið. Í gær voru 170 herbergi tekin undir erlenda ferðamenn á farsóttarhúsunum en 250 undir Íslendinga með Covid-smit. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfestir það við fréttastofu að lausn á þessu hafi verið fundin: „Við höfum ákveðið að gera breytingu sem snýr að því að ferðamenn í sóttkví verði að finna sér önnur úrræði en farsóttarhús stjórnvalda. Fyrirkomulagið eins og það er núna er eitthvað sem gengur ekki til lengdar; að fólk í sóttkví geti tekið hana út á farsóttarhúsunum,“ segir hún. Þá létti breytingin sem gerð var á einangrunartíma bólusettra í gær einnig álagið á farsóttarhúsunum. Sjá einnig: „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annars staðar en hjá okkur“. „Það eru þessar tvær aðgerðir, styttri einangrun fyrir bólusetta sem eru einkennalausir og breytingin á reglugerðinni, sem ættu að leysa það ástand sem nú er komið upp,“ segir Svandís. Þá segir hún að samningaviðræður séu einnig í gangi við tvö ný hótel og býst hún við að þau ættu að verða tekin í notkun sem farsóttarhús á næstunni. Annað þeirra verður hugsað fyrir smitaða einstaklinga í einangrun en hitt fyrir starfsfólk í framlínunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20
Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04
Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56