Fólk í sóttkví fær ekki að dvelja á farsóttarhúsum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 17:41 Svandís Svavarsdóttir ætlar að breyta reglugerð um farsóttarhús. Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að breyta reglugerð sinni um farsóttarhús þannig að húsin verði aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Samningaviðræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum farsóttarhúsum á laggirnar. Breytingin ætti að taka gildi í næstu viku og því ætti að létta mjög á farsóttarhúsunum bráðlega en þau eru nú yfirfull. Dæmi eru um að þeir sem eru smitaðir af Covid-19 fái ekki pláss til að taka út einangrun sína. Einhverjir hafa þurft að dvelja í bílum sínum því þeir hafa ekki átt í önnur hús að vernda. Eins og Vísir greindi frá í gær eru það óbólusettir ferðamenn, sem verða að fara í fimm daga sóttkví í komuna til landsins, sem hafa verið stærsta vandamálið. Í gær voru 170 herbergi tekin undir erlenda ferðamenn á farsóttarhúsunum en 250 undir Íslendinga með Covid-smit. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfestir það við fréttastofu að lausn á þessu hafi verið fundin: „Við höfum ákveðið að gera breytingu sem snýr að því að ferðamenn í sóttkví verði að finna sér önnur úrræði en farsóttarhús stjórnvalda. Fyrirkomulagið eins og það er núna er eitthvað sem gengur ekki til lengdar; að fólk í sóttkví geti tekið hana út á farsóttarhúsunum,“ segir hún. Þá létti breytingin sem gerð var á einangrunartíma bólusettra í gær einnig álagið á farsóttarhúsunum. Sjá einnig: „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annars staðar en hjá okkur“. „Það eru þessar tvær aðgerðir, styttri einangrun fyrir bólusetta sem eru einkennalausir og breytingin á reglugerðinni, sem ættu að leysa það ástand sem nú er komið upp,“ segir Svandís. Þá segir hún að samningaviðræður séu einnig í gangi við tvö ný hótel og býst hún við að þau ættu að verða tekin í notkun sem farsóttarhús á næstunni. Annað þeirra verður hugsað fyrir smitaða einstaklinga í einangrun en hitt fyrir starfsfólk í framlínunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Breytingin ætti að taka gildi í næstu viku og því ætti að létta mjög á farsóttarhúsunum bráðlega en þau eru nú yfirfull. Dæmi eru um að þeir sem eru smitaðir af Covid-19 fái ekki pláss til að taka út einangrun sína. Einhverjir hafa þurft að dvelja í bílum sínum því þeir hafa ekki átt í önnur hús að vernda. Eins og Vísir greindi frá í gær eru það óbólusettir ferðamenn, sem verða að fara í fimm daga sóttkví í komuna til landsins, sem hafa verið stærsta vandamálið. Í gær voru 170 herbergi tekin undir erlenda ferðamenn á farsóttarhúsunum en 250 undir Íslendinga með Covid-smit. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfestir það við fréttastofu að lausn á þessu hafi verið fundin: „Við höfum ákveðið að gera breytingu sem snýr að því að ferðamenn í sóttkví verði að finna sér önnur úrræði en farsóttarhús stjórnvalda. Fyrirkomulagið eins og það er núna er eitthvað sem gengur ekki til lengdar; að fólk í sóttkví geti tekið hana út á farsóttarhúsunum,“ segir hún. Þá létti breytingin sem gerð var á einangrunartíma bólusettra í gær einnig álagið á farsóttarhúsunum. Sjá einnig: „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annars staðar en hjá okkur“. „Það eru þessar tvær aðgerðir, styttri einangrun fyrir bólusetta sem eru einkennalausir og breytingin á reglugerðinni, sem ættu að leysa það ástand sem nú er komið upp,“ segir Svandís. Þá segir hún að samningaviðræður séu einnig í gangi við tvö ný hótel og býst hún við að þau ættu að verða tekin í notkun sem farsóttarhús á næstunni. Annað þeirra verður hugsað fyrir smitaða einstaklinga í einangrun en hitt fyrir starfsfólk í framlínunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20
Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04
Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56