Innlent

Fólk í sótt­kví fær ekki að dvelja á far­sóttar­húsum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Svandís Svavarsdóttir ætlar að breyta reglugerð um farsóttarhús.
Svandís Svavarsdóttir ætlar að breyta reglugerð um farsóttarhús.

Heil­brigðis­ráð­herra hefur tekið á­kvörðun um að breyta reglu­gerð sinni um far­sóttar­hús þannig að húsin verði að­eins fyrir þá sem þurfa að vera í ein­angrun. Samninga­við­ræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum far­sóttar­húsum á lag­girnar.

Breytingin ætti að taka gildi í næstu viku og því ætti að létta mjög á far­sótta­rhúsunum bráðlega en þau eru nú yfir­full. Dæmi eru um að þeir sem eru smitaðir af Co­vid-19 fái ekki pláss til að taka út ein­angrun sína. Einhverjir hafa þurft að dvelja í bílum sínum því þeir hafa ekki átt í önnur hús að vernda.

Eins og Vísir greindi frá í gær eru það óbólu­settir ferða­menn, sem verða að fara í fimm daga sótt­kví í komuna til landsins, sem hafa verið stærsta vanda­málið. Í gær voru 170 her­bergi tekin undir er­lenda ferða­menn á farsóttarhúsunum en 250 undir Ís­lendinga með Co­vid-smit.

Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra stað­festir það við frétta­stofu að lausn á þessu hafi verið fundin:

„Við höfum á­kveðið að gera breytingu sem snýr að því að ferða­menn í sótt­kví verði að finna sér önnur úr­ræði en far­sóttar­hús stjórn­valda. Fyrir­komu­lagið eins og það er núna er eitt­hvað sem gengur ekki til lengdar; að fólk í sótt­kví geti tekið hana út á far­sótta­rhúsunum,“ segir hún.

Þá létti breytingin sem gerð var á ein­angrunar­tíma bólu­settra í gær einnig á­lagið á far­sóttar­húsunum.

Sjá einnig: „Nú væri gott ef þessir ferða­menn gætu verið annars­ staðar en hjá okkur“.

„Það eru þessar tvær að­gerðir, styttri ein­angrun fyrir bólu­setta sem eru einkennalausir og breytingin á reglu­gerðinni, sem ættu að leysa það á­stand sem nú er komið upp,“ segir Svan­dís.

Þá segir hún að samninga­við­ræður séu einnig í gangi við tvö ný hótel og býst hún við að þau ættu að verða tekin í notkun sem far­sóttar­hús á næstunni. Annað þeirra verður hugsað fyrir smitaða ein­stak­linga í ein­angrun en hitt fyrir starfs­fólk í fram­línunni.


Tengdar fréttir

Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun

Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum.

Við­búið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr ein­angrun

Bólu­sett fólk í ein­angrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri ein­angrunar­tíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Co­vid-göngu­deildarinnar sem hafa tekið síma­við­töl við smitaða ein­stak­linga og eru með góða yfir­sýn yfir það til hverra styttri ein­angrunar­tími nær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×