Sofa í bílnum með Covid-19 Snorri Másson skrifar 30. júlí 2021 18:41 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill Dæmi eru um að Covid-sjúklingar hafi neyðst til þess að sofa í bílum sínum undanfarna daga vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Farsóttarhús í Reykjavík eru yfirfull. Langstærsta farsóttarhótel sem íslenska ríkið er með í notkun er fullt af óbólusettum ferðamönnum í sóttkví. Rauði krossinn vill fá þá á venjuleg hótel, svo að hægt sé að koma fólki í einangrun í viðunandi aðstæðum. Farsóttarhúsin hafa þurft að vísa Covid-sjúkum Íslendingum frá sem eiga bókstaflega í engin önnur hús að venda. „Ég veit um tvö dæmi þess að fólk þurfti að sofa út í bíl í nótt,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna. Skýtur það skökku við? „Það gerir það óneitanlega, en þetta er mál sem við þurfum að leysa.“ Fosshótel í Reykjavík er stærsta farsóttarhúsið hér á landi. Vísir/Egill Það gæti orðið bót í máli fyrir farsóttarhúsin að sóttvarnalæknir hefur stytt einangrunartíma hraustra Covid-sjúklinga úr tveimur vikum niður í 10 daga, að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga. Það breytir því þó ekki að farsóttarhúsin þurfa pláss. Þegar eru 250 í einangrun í farsóttarhúsi eftir innanlandssmit og 40 í sóttkví vegna slíkrar útsetningar. Á móti eru 170 herbergi tekin undir, sem eru þar óbólusettir í sóttkví eftir komuna til landsins. „Ef að þeir gætu verið annars staðar væri málið leyst,“ segir Gylfi. Álagið á sjúkrahúsinu er enn nokkuð, meðal annars vegna sumarleyfa. Enn meira er það á smitrakningarteyminu þessa stundina eftir að fréttir bárust af styttri einangrunartíma: Fólk vill vita hvort það er sloppið úr einangruninni. Í gær greindust að minnsta kosti 112 með veiruna og fyrirséð er að smitum fjölgar enn á næstu dögum. Krabbameinsdeild Landspítalans slapp með skrekkinn í dag þegar í ljós kom að jákvæð niðurstaða sjúklings úr Covid-sýnatöku reyndist fölsk, og sjúklingurinn veirufrír. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Langstærsta farsóttarhótel sem íslenska ríkið er með í notkun er fullt af óbólusettum ferðamönnum í sóttkví. Rauði krossinn vill fá þá á venjuleg hótel, svo að hægt sé að koma fólki í einangrun í viðunandi aðstæðum. Farsóttarhúsin hafa þurft að vísa Covid-sjúkum Íslendingum frá sem eiga bókstaflega í engin önnur hús að venda. „Ég veit um tvö dæmi þess að fólk þurfti að sofa út í bíl í nótt,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna. Skýtur það skökku við? „Það gerir það óneitanlega, en þetta er mál sem við þurfum að leysa.“ Fosshótel í Reykjavík er stærsta farsóttarhúsið hér á landi. Vísir/Egill Það gæti orðið bót í máli fyrir farsóttarhúsin að sóttvarnalæknir hefur stytt einangrunartíma hraustra Covid-sjúklinga úr tveimur vikum niður í 10 daga, að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga. Það breytir því þó ekki að farsóttarhúsin þurfa pláss. Þegar eru 250 í einangrun í farsóttarhúsi eftir innanlandssmit og 40 í sóttkví vegna slíkrar útsetningar. Á móti eru 170 herbergi tekin undir, sem eru þar óbólusettir í sóttkví eftir komuna til landsins. „Ef að þeir gætu verið annars staðar væri málið leyst,“ segir Gylfi. Álagið á sjúkrahúsinu er enn nokkuð, meðal annars vegna sumarleyfa. Enn meira er það á smitrakningarteyminu þessa stundina eftir að fréttir bárust af styttri einangrunartíma: Fólk vill vita hvort það er sloppið úr einangruninni. Í gær greindust að minnsta kosti 112 með veiruna og fyrirséð er að smitum fjölgar enn á næstu dögum. Krabbameinsdeild Landspítalans slapp með skrekkinn í dag þegar í ljós kom að jákvæð niðurstaða sjúklings úr Covid-sýnatöku reyndist fölsk, og sjúklingurinn veirufrír.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20 „Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50 Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Covid-smitaðir fá ekki pláss í einangrun Farsóttarhús hins opinbera eru sprungin og Covid-smitaðir komast ekki að, á sama tíma og fjöldi ferðamanna dvelur í sóttkví en ekki einangrun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að þar gæti komið til álita að hefja gjaldtöku fyrir sóttkvíardvöl, enda myndi það létta álagið á húsunum. 30. júlí 2021 11:20
„Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. 28. júlí 2021 11:50
Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. 25. júlí 2021 17:04