Innlent

Við­búið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr ein­angrun

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttahúsa Rauða krossins. 
Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttahúsa Rauða krossins.  Vísir/Einar

Bólu­sett fólk í ein­angrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri ein­angrunar­tíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Co­vid-göngu­deildarinnar sem hafa tekið síma­við­töl við smitaða ein­stak­linga og eru með góða yfir­sýn yfir það til hverra styttri ein­angrunar­tími nær.

Eins og Vísir greindi frá í gær á­kvað sótt­varna­læknir að breyta reglum um ein­angrun fyrir þá sem eru bólu­settir og geta talist til hraustra ein­stak­linga. 

Hafi þeir ekki veikst mikið og verið ein­kenna­lausir í alla­vega þrjá daga geta þeir fengið að losna úr ein­angruninni eftir 10 daga í stað 14 eins og aðrir.

Fréttirnar urðu mörgum í ein­angrun gleði­tíðindi en margir voru þó ó­vissir um hvort þeir féllu undir þessa skil­greiningu. Í kjöl­farið fóru símar Co­vid-göngu­deildarinnar að hringja á fullu og urðu starfs­menn hennar að biðja fólk að bíða ró­legt: ef það ætti að losna fyrr fengi það sím­tal um það frá lækni.

Verða að treysta fólki

Gylfi Þór Þor­steins­son, um­sjónar­maður far­sótta­húsanna, segist hafa fundið fyrir mikilli for­vitni meðal gesta um nýju reglurnar, sér­stak­lega er­lendra ferða­manna í ein­angrun, sem vilja komast aftur til sinna heima­landa.

„En það er náttúru­lega bara með þau eins og aðra að það er læknir eða Co­vid-deildin sem metur hvert til­felli fyrir sig,“ segir Gylfi.

„En svo er það náttúru­lega þannig að við verðum bara að treysta því að fólk sé ekki eftir þessa breytingu að ljúga til um heilsu sína, sem að gæti verið freistandi fyrir ein­hverja, en þeir væru þá um leið að setja sjálfa sig og nær­um­hverfi sitt í aukna hættu og það viljum við auðvitað alls ekki,“ segir hann.

Spurður hvort hann hafi miklar á­hyggjur af því segir hann: „Nei, við höfum svo sem ekki miklar á­hyggjur af því. Við  verðum að geta treyst fólki og við gerum það. En auð­vitað má alveg búast við að ein­hverjir geri það.“

Það sé þó eins og með fólk sem finnur fyrir ein­kennum en fer ekki í sýna­töku: „Það er ekki við allt ráðið.“

Ekki þannig að fólk labbi bara út eftir tíu daga

Hjör­dís Guð­munds­dóttir, sam­skipta­stjóri al­manna­varna, brýnir fyrir fólki í ein­angrun að það verði að sýna því skilning ef læknar meti það svo að nýju reglurnar nái ekki utan um það:

„Það eru á­fram reglur þó að fólk geti mögu­lega stytt tímann sinn, þeir sem eru ein­kenna­lausir í þrjá daga og hafa ekki verið mjög lasnir. Þetta snýst ekki um að maður geti bara labbað út heldur verður haft sam­band við við­komandi af lækni,“ segir hún í sam­tali við frétta­stofu Vísis.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.vísir/vilhelm

„Þannig að vissu­lega skilur maður vel að það sé þreytandi þegar maður sér svona fréttir og heldur að þetta hljóti að eiga við um þig og það er er verslunar­manna­helgi og svona. En þetta er ekki þannig.

Við þurfum á­fram að fara eftir því sem að búið er að segja núna í meira en ár. Það eru til reglur og það er ekkert mál að lesa sér til um þær á þessum síðum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×