Stytta einangrun bólusettra niður í 10 daga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 14:55 Góðar fréttir fyrir bólusetta og smitaða. vísir/tumi Sóttvarnalæknir hefur tekið ákvörðun um að stytta einangrunartíma þeirra sem hafa smitast af Covid-19 ef þeir eru bólusettir og geta talist til „hraustra einstaklinga“. Þeir verða framvegis aðeins að vera í einangrun í tíu daga en ekki tvær vikur eins og hefur verið hingað til. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, í samtali við Vísi. Hann segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í dag og að send verði út tilkynning á eftir. „Þetta verða tíu dagar í einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til fullhraustra einstaklinga. Að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga allavega,“ segir Már. Hann segist ekki geta svarað fyrir hvað liggi að baki ákvörðuninni, hún hafi verið á borði sóttvarnalæknis. Hinir sem eru óbólusettir verða áfram að afplána sína tveggja vikna einangrun, sem hefur verið miðað við hingað til. Og verða þá auðvitað að hafa verið einkennalausir í allavega viku til að losna. Ekki náðist í sóttvarnalækni við gerð fréttarinnar. Þeir sem eru í einangrun eins og er og falla undir þessa skilgreiningu eiga líklega von á símtali frá Covid-göngudeildinni í dag eða á morgun. Til að fólk geti losnað úr einangrun verður deildin að meta ástand þess með símaviðtali. Eins og Vísir greindi frá í dag eru farsóttahús stjórnvalda nú yfirfull af sjúklingum í einangrun og ferðamönnum í sóttkví. Ljóst er að þessi breyting eigi eftir að létta eitthvað álagið á farsóttahúsunum á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttanefndar, í samtali við Vísi. Hann segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin í dag og að send verði út tilkynning á eftir. „Þetta verða tíu dagar í einangrun fyrir þá sem eru bólusettir og geta talist til fullhraustra einstaklinga. Að því gefnu að þeir hafi verið einkennalausir í þrjá daga allavega,“ segir Már. Hann segist ekki geta svarað fyrir hvað liggi að baki ákvörðuninni, hún hafi verið á borði sóttvarnalæknis. Hinir sem eru óbólusettir verða áfram að afplána sína tveggja vikna einangrun, sem hefur verið miðað við hingað til. Og verða þá auðvitað að hafa verið einkennalausir í allavega viku til að losna. Ekki náðist í sóttvarnalækni við gerð fréttarinnar. Þeir sem eru í einangrun eins og er og falla undir þessa skilgreiningu eiga líklega von á símtali frá Covid-göngudeildinni í dag eða á morgun. Til að fólk geti losnað úr einangrun verður deildin að meta ástand þess með símaviðtali. Eins og Vísir greindi frá í dag eru farsóttahús stjórnvalda nú yfirfull af sjúklingum í einangrun og ferðamönnum í sóttkví. Ljóst er að þessi breyting eigi eftir að létta eitthvað álagið á farsóttahúsunum á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira