Innlent

FM957 kynnir hlaðvarpið Blökastið

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Egill Einarsson, Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steindórsson sjá um hlaðvarpið.
Egill Einarsson, Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steindórsson sjá um hlaðvarpið. AÐSEND

Strákarnir í FM95Blö gefa út fjóra hlaðvarpsþætti í mánuði til viðbótar við föstudagsþáttinn vinsæla. Fyrsti þátturinn er kominn út og lofa strákarnir góðri skemmtun.

„Vinsælasti útvarpsþáttur landsins byrjar með Blökastið, nýtt brakandi ferskt og skemmtilegt hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli en Blökastið verður eingöngu fáanlegt í áskrift á fm95blo.is - nýr geggjaður þáttur alla þriðjudaga og strákarnir lofa því að þetta verði skemmtilegasta hlaðvarp landsins, jafnvel Evrópu!“ segir í fréttatilkynningu.

Föstudagsþátturinn verður áfram á sínum stað á FM957 alla föstudaga milli klukkan 16 og 18 en með áskrift að hlaðvarpinu fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt aukaefni. Fyrsti þátturinn er kominn inn og er von á þeim næsta eftir helgi.

„Strákarnir verða einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum. Hver veit nema þeir geti loksins upplifað draum sinn og verið í beinni útsendingu frá Harrah´s hótelinu í Atlantic City. Maður má nú láta sig dreyma.“

Áskrift kostar 1.390 krónur á mánuði og inniheldur hlaðvarpsþátt á hverjum þriðjudegi auk myndbanda af og til.

FM957 er útvarpsstöð í eigu Sýnar líkt og fréttavefurinn Vísir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.