Erlent

Senda her­menn til að fram­fylgja út­göngu­banni í S­yd­n­ey

Heimir Már Pétursson skrifar
Lögregluþjónar viðhafa eftirlit í Sydney.
Lögregluþjónar viðhafa eftirlit í Sydney. Getty/James D. Morgan

Áströlsk stjórnvöld hafa ákveðið að senda hundruð hermanna til Sydneyborgar til að aðstoða lögreglu við að framfylgja útgöngubanni í borginni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Hermenn fá þjálfun um helgina og koma svo til starfa á mánudag. Íbúar stærstu borga og bæja í Ástralíu mega ekki yfirgefa heimili sín að nauðsynjalausu og mega aðeins ferðast í tíu kílómetra radíus frá heimilum sínum vegna sóttvarnaaðgerða sem eiga að gilda til 28. ágúst. 

Frá því ný bylgja kórónuveirufaraldursins hófst í Ástralíu í júní hafa þrjú þúsund manns greinst með veiruna og níu látist. Þrátt fyrir nánast algert útgöngubann hafa hundrað og sjötíu manns greinst í Sydney. 

Settar hafa verið fram efasemdir um að rétt sé að senda hermenn til borgarinnar. Yfirmaður lögreglunnar í borginni segir liðsauka hermanna hins vegar koma að góðum notum þar sem íbúar vissra svæða í Sydney telji að sóttvarnareglur eigi ekki við um þá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×