Innlent

Starfs­­maður á hjúkrunar­heimilinu Ási greindist smitaður

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði er eitt af Grundarheimilunum. Starfsmaður þar hefur nú greinst með kórónuveiruna.
Hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði er eitt af Grundarheimilunum. Starfsmaður þar hefur nú greinst með kórónuveiruna. Grundarheimilin

Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Starfsmaðurinn var síðast í vinnu á miðvikudag.

Í tilkynningu frá Gísla Páli Pálssyni, forstjóra Grundarheimilanna, segir að unnið sé að málinu í samráði við smitrakningateymið. Heimilismenn og starfsmenn hafi verið sendir í sýnatöku eftir því sem við eigi.

Þá segir jafnframt að lokað hafi verið fyrir allar heimsóknir á hjúkrunarheimilið á meðan unnið sé að skimun og greiningu.

Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að tveir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafi greinst smitaðir. Í tilkynningunni kemur fram að líðan þeirra heimilismanna sé þó góð og þeir séu einkennalausir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.