Innlent

Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir

Árni Sæberg skrifar
Dvalarheimilið Grund við Hringbraut.
Dvalarheimilið Grund við Hringbraut. Mynd/Grundarheimilin

Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 

Búið er að skima alla heimilismenn sem viðkomandi starfsmaður var í samskiptum við. Ekki er búist við að fleiri heimilismenn hafi smitast.

Heimilismennirnir hafa verið settir í einangrun á herbergjum sínum og eru einkennalitlir. 

Heimilið er lokað öllum heimsóknum næstu daga nema með sérstökum undanþágum. Þá hefur inntaka nýrra heimilismanna verið stöðvuð tímabundið. 

Grundarheimilin vinna í samvinnu við smitrakningateymið og embætti sóttvarnarlæknis. Þá hefur viðbragðsteymi almannavarna verið virkjað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×