Endurræsing símtækja geti gert símaþrjótum erfiðara fyrir Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júlí 2021 17:02 Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Getty/Sean Gallup Fulltrúi leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur deilt ráði sem á að gera óprúttnum aðilum erfiðara fyrir brjótast inn í síma og stela upplýsingum. Ráðið er athyglisvert fyrir þær sakir að það gæti ekki verið einfaldara. Angus King, fulltrúi leyniþjónustunefndarinnar, deildi ráðinu á öryggisfundi með starfsfólki sínu. Á stafrænum tímum eins og við lifum á, þar sem síma- og tölvuþrjótar leynast víða, mætti ætla að ráðið fæli í sér flóknar aðgerðir - en svo er ekki. Ráð Kings felst einfaldlega í því að slökkva á símanum og kveikja á honum aftur. Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Patrick Wardle, öryggissérfræðingur hjá stofnuninni segir síma vera eins konar stafrænar sálir. Þeir eru nánast alltaf við hönd og geyma gífurlegt magn persónulegra og viðkvæmra upplýsinga sem óprúttnir aðilar gætu notfært sér. Það er til að mynda hægt að kveikja á myndavél og hljóðnema símans og fylgjast með staðsetningu. Breyttar aðferðir síma- og tölvuþrjóta Tölvu- og símaþrjótar eru ekki undanskildir þeirri stafrænu þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár og áratugi. Hér áður fyrr sendu þeir gjarnan hlekk sem eigandi símans þurfti að smella á til þess að þeir fengju aðgang að tækinu. Í dag virðast þrjótarnir geta fengið aðgang að tækinu án nokkurra afskipta eigandans. Þessar nýju aðferðir símaþrjótanna virðast þó ráða illa við það að símarnir séu endurræstir. Þrjótunum þykir það þó eflaust ekki stór galli, þar sem sárafáir hafa tileinkað sér það að endurræsa símana sína reglulega. Það skal þó tekið fram að það að endurræsa símann getur ekki komið alfarið í veg fyrir að hægt sé að brjótast inn í hann. Það getur hins vegar gert jafnvel reyndustu þrjótum erfiðara fyrir, bæði að brjótast inn og að stela gögnum. Tækni Netöryggi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Angus King, fulltrúi leyniþjónustunefndarinnar, deildi ráðinu á öryggisfundi með starfsfólki sínu. Á stafrænum tímum eins og við lifum á, þar sem síma- og tölvuþrjótar leynast víða, mætti ætla að ráðið fæli í sér flóknar aðgerðir - en svo er ekki. Ráð Kings felst einfaldlega í því að slökkva á símanum og kveikja á honum aftur. Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Patrick Wardle, öryggissérfræðingur hjá stofnuninni segir síma vera eins konar stafrænar sálir. Þeir eru nánast alltaf við hönd og geyma gífurlegt magn persónulegra og viðkvæmra upplýsinga sem óprúttnir aðilar gætu notfært sér. Það er til að mynda hægt að kveikja á myndavél og hljóðnema símans og fylgjast með staðsetningu. Breyttar aðferðir síma- og tölvuþrjóta Tölvu- og símaþrjótar eru ekki undanskildir þeirri stafrænu þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár og áratugi. Hér áður fyrr sendu þeir gjarnan hlekk sem eigandi símans þurfti að smella á til þess að þeir fengju aðgang að tækinu. Í dag virðast þrjótarnir geta fengið aðgang að tækinu án nokkurra afskipta eigandans. Þessar nýju aðferðir símaþrjótanna virðast þó ráða illa við það að símarnir séu endurræstir. Þrjótunum þykir það þó eflaust ekki stór galli, þar sem sárafáir hafa tileinkað sér það að endurræsa símana sína reglulega. Það skal þó tekið fram að það að endurræsa símann getur ekki komið alfarið í veg fyrir að hægt sé að brjótast inn í hann. Það getur hins vegar gert jafnvel reyndustu þrjótum erfiðara fyrir, bæði að brjótast inn og að stela gögnum.
Tækni Netöryggi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira