Endurræsing símtækja geti gert símaþrjótum erfiðara fyrir Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júlí 2021 17:02 Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Getty/Sean Gallup Fulltrúi leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur deilt ráði sem á að gera óprúttnum aðilum erfiðara fyrir brjótast inn í síma og stela upplýsingum. Ráðið er athyglisvert fyrir þær sakir að það gæti ekki verið einfaldara. Angus King, fulltrúi leyniþjónustunefndarinnar, deildi ráðinu á öryggisfundi með starfsfólki sínu. Á stafrænum tímum eins og við lifum á, þar sem síma- og tölvuþrjótar leynast víða, mætti ætla að ráðið fæli í sér flóknar aðgerðir - en svo er ekki. Ráð Kings felst einfaldlega í því að slökkva á símanum og kveikja á honum aftur. Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Patrick Wardle, öryggissérfræðingur hjá stofnuninni segir síma vera eins konar stafrænar sálir. Þeir eru nánast alltaf við hönd og geyma gífurlegt magn persónulegra og viðkvæmra upplýsinga sem óprúttnir aðilar gætu notfært sér. Það er til að mynda hægt að kveikja á myndavél og hljóðnema símans og fylgjast með staðsetningu. Breyttar aðferðir síma- og tölvuþrjóta Tölvu- og símaþrjótar eru ekki undanskildir þeirri stafrænu þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár og áratugi. Hér áður fyrr sendu þeir gjarnan hlekk sem eigandi símans þurfti að smella á til þess að þeir fengju aðgang að tækinu. Í dag virðast þrjótarnir geta fengið aðgang að tækinu án nokkurra afskipta eigandans. Þessar nýju aðferðir símaþrjótanna virðast þó ráða illa við það að símarnir séu endurræstir. Þrjótunum þykir það þó eflaust ekki stór galli, þar sem sárafáir hafa tileinkað sér það að endurræsa símana sína reglulega. Það skal þó tekið fram að það að endurræsa símann getur ekki komið alfarið í veg fyrir að hægt sé að brjótast inn í hann. Það getur hins vegar gert jafnvel reyndustu þrjótum erfiðara fyrir, bæði að brjótast inn og að stela gögnum. Tækni Netöryggi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Angus King, fulltrúi leyniþjónustunefndarinnar, deildi ráðinu á öryggisfundi með starfsfólki sínu. Á stafrænum tímum eins og við lifum á, þar sem síma- og tölvuþrjótar leynast víða, mætti ætla að ráðið fæli í sér flóknar aðgerðir - en svo er ekki. Ráð Kings felst einfaldlega í því að slökkva á símanum og kveikja á honum aftur. Í handbók starfsmanna þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna er mælt með því að starfsfólk endurræsi símana sína að lágmarki einu sinni í viku. Patrick Wardle, öryggissérfræðingur hjá stofnuninni segir síma vera eins konar stafrænar sálir. Þeir eru nánast alltaf við hönd og geyma gífurlegt magn persónulegra og viðkvæmra upplýsinga sem óprúttnir aðilar gætu notfært sér. Það er til að mynda hægt að kveikja á myndavél og hljóðnema símans og fylgjast með staðsetningu. Breyttar aðferðir síma- og tölvuþrjóta Tölvu- og símaþrjótar eru ekki undanskildir þeirri stafrænu þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár og áratugi. Hér áður fyrr sendu þeir gjarnan hlekk sem eigandi símans þurfti að smella á til þess að þeir fengju aðgang að tækinu. Í dag virðast þrjótarnir geta fengið aðgang að tækinu án nokkurra afskipta eigandans. Þessar nýju aðferðir símaþrjótanna virðast þó ráða illa við það að símarnir séu endurræstir. Þrjótunum þykir það þó eflaust ekki stór galli, þar sem sárafáir hafa tileinkað sér það að endurræsa símana sína reglulega. Það skal þó tekið fram að það að endurræsa símann getur ekki komið alfarið í veg fyrir að hægt sé að brjótast inn í hann. Það getur hins vegar gert jafnvel reyndustu þrjótum erfiðara fyrir, bæði að brjótast inn og að stela gögnum.
Tækni Netöryggi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira