Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2021 21:31 Delta afbrigðið hefur komið aftan að sérfræðingum víða. AP/Marcio Jose Sanchez Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi, fari auðveldar en önnur afbrigði í gegnum þær varnir sem bólusetningar veita. Þá er sömuleiðis útlit fyrir að smitað fólk sem hefur verið bólusett dreifi veirunni. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Reuters fréttaveitunnar um afbrigðið þar sem rætt var við tíu sérfræðinga um Covid-19. Sérfræðingarnir segja stærsta áhyggjuefnið vera aukin dreifing Delta-afbrigðisins. Veiran smitist auðveldar manna á milli og auki þar með hættuna gagnvart óbólusettum. Þá hafi útbreiðsla afbrigðisins aukist verulega á sama tíma og verið var að fella niður sóttvarnir víða um heim. Nokkrir sérfræðinganna sem Reuters ræddi við segja aftur þörf á sóttvarnaraðgerðum. Bóluefni virðast draga verulega úr alvarlegum veikindum og innlögnum á sjúkrahús.EPA/Andreu Dalmau Miðað við gögn frá heilbrigðisráðuneytinu í Ísrael er útlit fyrir að virkni bóluefnis Pfizer gegn smiti sé einungis 41 prósent. Sérfræðingar segja þó nauðsynlegt að skoða þau gögn nánar, áður en hægt sé að draga of miklar ályktanir út frá þeim. Um 60 prósent þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús eru fullbólusettir en langflestir eru eldri en 60 ára og með undirliggjandi sjúkdóma eða heilsukvilla. Þar á bæ hafa ráðamenn þó ákveðið að setja aftur á grímuskyldu innandyra og skikkað ferðamenn í sóttkví á nýjan leik. Þrátt fyrir að meira en helmingur þjóðarinnar sé fullbólusettur. Bandaríkjamenn horfa yfir haf Verið er að skoða sams konar aðgerðir aftur í Bandaríkjunum. Þar eru um 83 prósent þeirra sem smitast að smitast af Delta-afbrigðinu. 97 prósent þeirra sem veikjast alvarlega í Bandaríkjunum eru óbólusettir. Washington Post sagði frá því í dag að ráðamenn í Bandaríkjunum fylgdust náið með stöðu mála í Bretlandi. Þar hefði ríkisstjórn Boris Johnson ákveðið að fella niður sóttvarnir í ljósi þess að næstum því 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið minnst einn skammt af bóluefni. Smituðum hefur þó fjölgað hratt Í Bretlandi og fór nýverið yfir fimmtíu þúsund á dag, í fyrsta sinn frá því í janúar. Þó smituðum hafi fjölgað hratt hefur innlögnum fjölgað mun minna, þar sem bólusetningar draga verulega úr alvarlegum veikindum. Bandaríkjamenn fylgjast með því hvaða áhrif þessi ákvörðun Breta muni hafa og hvort breyta þurfi um stefnu vestanhafs. Stærsta ógn heimsins Sharon Peacock, sem leiðir raðgreiningu veirunnar í Bretlandi, segir Delta-afbrigðið þá stærstu ógn sem steðji að heiminum í dag. Í Bretlandi voru 3.692 á sjúkrahúsi á föstudaginn. Þar af voru 58,3 prósent óbólusettir og 22,8 prósent fullbólusettir. Svipaða sögu er að segja frá Singapúr þar sem sagt var frá því á föstudaginn að um þrír fjórðu þeirra sem smituðust af Delta-afbrigðinu hefðu verið fullbólusettir. Engir þeirra höfðu þó veikst alvarlega. Peacock vísaði í samtali við Reuters í rannsókn frá Kína þar sem niðurstöður sýndu að fólk sem smitaðist af Delta-afbrigðinu væri með allt að þúsund sinnum meira magn af veirunni í nefinu en fólk sem smitaðist af upprunalega afbrigði veirunnar í borginni Wuhan árið 2019. Hún sagði það þó enn til rannsóknar. Kæruleysi vegna góðra bóluefna Eric Topol, erfðamengjafræðingur, sagði að meðgöngutími Delta-afbrigðisins væri styttri en meðgöngutími annarra afbrigða. Þar að auki væru smitaðir með meira magn af veirunni. Það gerði Delta-afbrigðið mun skæðara en önnur. Topol sagði að góð virkni bóluefna hefði mögulega gert bólusett fólk kærulausara en það hefði tilefni til. Carlos del Rio, sérfræðingur í smitsjúkdómum, sló á svipaða strengi í samtali við fréttaveituna. Hann sagði að við þróun bóluefna hefði enginn ætlast til þess að bóluefnin kæmu í veg fyrir dreifingu nýju kórónuveirunnar. Markmiðið hefði alltaf verið að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Bóluefnin hafi þó mögulega verið of skilvirk í því að koma í veg fyrir dreifingu veirunnar og gert fólk kærulaust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi, fari auðveldar en önnur afbrigði í gegnum þær varnir sem bólusetningar veita. Þá er sömuleiðis útlit fyrir að smitað fólk sem hefur verið bólusett dreifi veirunni. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Reuters fréttaveitunnar um afbrigðið þar sem rætt var við tíu sérfræðinga um Covid-19. Sérfræðingarnir segja stærsta áhyggjuefnið vera aukin dreifing Delta-afbrigðisins. Veiran smitist auðveldar manna á milli og auki þar með hættuna gagnvart óbólusettum. Þá hafi útbreiðsla afbrigðisins aukist verulega á sama tíma og verið var að fella niður sóttvarnir víða um heim. Nokkrir sérfræðinganna sem Reuters ræddi við segja aftur þörf á sóttvarnaraðgerðum. Bóluefni virðast draga verulega úr alvarlegum veikindum og innlögnum á sjúkrahús.EPA/Andreu Dalmau Miðað við gögn frá heilbrigðisráðuneytinu í Ísrael er útlit fyrir að virkni bóluefnis Pfizer gegn smiti sé einungis 41 prósent. Sérfræðingar segja þó nauðsynlegt að skoða þau gögn nánar, áður en hægt sé að draga of miklar ályktanir út frá þeim. Um 60 prósent þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús eru fullbólusettir en langflestir eru eldri en 60 ára og með undirliggjandi sjúkdóma eða heilsukvilla. Þar á bæ hafa ráðamenn þó ákveðið að setja aftur á grímuskyldu innandyra og skikkað ferðamenn í sóttkví á nýjan leik. Þrátt fyrir að meira en helmingur þjóðarinnar sé fullbólusettur. Bandaríkjamenn horfa yfir haf Verið er að skoða sams konar aðgerðir aftur í Bandaríkjunum. Þar eru um 83 prósent þeirra sem smitast að smitast af Delta-afbrigðinu. 97 prósent þeirra sem veikjast alvarlega í Bandaríkjunum eru óbólusettir. Washington Post sagði frá því í dag að ráðamenn í Bandaríkjunum fylgdust náið með stöðu mála í Bretlandi. Þar hefði ríkisstjórn Boris Johnson ákveðið að fella niður sóttvarnir í ljósi þess að næstum því 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið minnst einn skammt af bóluefni. Smituðum hefur þó fjölgað hratt Í Bretlandi og fór nýverið yfir fimmtíu þúsund á dag, í fyrsta sinn frá því í janúar. Þó smituðum hafi fjölgað hratt hefur innlögnum fjölgað mun minna, þar sem bólusetningar draga verulega úr alvarlegum veikindum. Bandaríkjamenn fylgjast með því hvaða áhrif þessi ákvörðun Breta muni hafa og hvort breyta þurfi um stefnu vestanhafs. Stærsta ógn heimsins Sharon Peacock, sem leiðir raðgreiningu veirunnar í Bretlandi, segir Delta-afbrigðið þá stærstu ógn sem steðji að heiminum í dag. Í Bretlandi voru 3.692 á sjúkrahúsi á föstudaginn. Þar af voru 58,3 prósent óbólusettir og 22,8 prósent fullbólusettir. Svipaða sögu er að segja frá Singapúr þar sem sagt var frá því á föstudaginn að um þrír fjórðu þeirra sem smituðust af Delta-afbrigðinu hefðu verið fullbólusettir. Engir þeirra höfðu þó veikst alvarlega. Peacock vísaði í samtali við Reuters í rannsókn frá Kína þar sem niðurstöður sýndu að fólk sem smitaðist af Delta-afbrigðinu væri með allt að þúsund sinnum meira magn af veirunni í nefinu en fólk sem smitaðist af upprunalega afbrigði veirunnar í borginni Wuhan árið 2019. Hún sagði það þó enn til rannsóknar. Kæruleysi vegna góðra bóluefna Eric Topol, erfðamengjafræðingur, sagði að meðgöngutími Delta-afbrigðisins væri styttri en meðgöngutími annarra afbrigða. Þar að auki væru smitaðir með meira magn af veirunni. Það gerði Delta-afbrigðið mun skæðara en önnur. Topol sagði að góð virkni bóluefna hefði mögulega gert bólusett fólk kærulausara en það hefði tilefni til. Carlos del Rio, sérfræðingur í smitsjúkdómum, sló á svipaða strengi í samtali við fréttaveituna. Hann sagði að við þróun bóluefna hefði enginn ætlast til þess að bóluefnin kæmu í veg fyrir dreifingu nýju kórónuveirunnar. Markmiðið hefði alltaf verið að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Bóluefnin hafi þó mögulega verið of skilvirk í því að koma í veg fyrir dreifingu veirunnar og gert fólk kærulaust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira