Veiran úti um allt samfélag, allt land og í öllum aldurshópum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 12:25 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að í þessari fjórðu bylgju faraldurins smiti hver og einn fleiri út frá sér en áður. Smit sé nú komið um allt land og finnst í öllum aldurshópum. 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Smitaðir í nánast öllum póstnúmerum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. „Við höfum áður séð hópsýkingar, ekki kannski svona stórar, sem við höfum náð utan um með sóttkvínni en nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar úti í samfélaginu og úti um allt land og við höfum ekki áður séð það með þessu hætti í faraldrinum þannig það eitt og sér er auðvitað hluti af þessum áhyggjum sem við höfum í þessu.“ Rætt var við Víði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víðir segir smitrakningu ganga misjafnlega. „Síðan eru bara endalaust að detta upp einn og einn sem veit ekkert hvar hann hefur smitast eða gengið illa að rekja saman.“ Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. „Okkur sýnist það bara á þessum gögnum sem við erum að vinna með að það sem vísindamenn hafa verið að segja að þetta afbrigði veirunnar sé meira smitandi. Við erum klárlega að sjá það í þessum hópum. Okkur finnst fleiri að smita í hópunum en við höfum séð í bylgjunum áður þannig það styður við þessar kenningar um þessa miklu smitgetu á þessari útgáfu.“ Er þá hver og einn að smita fleiri en áður? „Já okkur sýnist það.“ Finnur fyrir samstöðu í samfélaginu Hann segist finna fyrir meiri samstöðu í samfélaginu nú en fyrir nokkrum dögum. „Það voru mjög skiptar skoðanir á því hvort það ætti að grípa til aðgerða og menn hafa komist að þessari niðurstöðu. Mér finnst fólk almennt vera sátt með það eins og hægt er og ætla auðvitað bara að taka þátt í þessu og sjá hvað tíminn leiðir í ljós næstu vikurnar og treysta á það að á sama tími verði unnið að framtíðarhugsun í þessu.“ Þá minnir hann á einstaklingsbundnar sýkingavarnir. „Við verðum að setja undir okkur hausinn. Þetta er enn ein brekkan. Þetta er eins og að labba upp á fjall. Manni finnst maður alltaf vera að sjá toppinn og svo þegar maður kemur upp næstu brekku þá er bara önnur fram undan og það er akkúrat það sem við erum að gera núna. En við ætlum ekkert að hætta við. Við ætlum að halda áfram og vinna í þessu. Núna er törn sem við þurfum að takast á við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Smitaðir í nánast öllum póstnúmerum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna segir það sérstakt áhyggjuefni hve margir greinist utan sóttkvíar dag eftir dag. „Við höfum áður séð hópsýkingar, ekki kannski svona stórar, sem við höfum náð utan um með sóttkvínni en nú er smitið búið að grafa um sig alls staðar úti í samfélaginu og úti um allt land og við höfum ekki áður séð það með þessu hætti í faraldrinum þannig það eitt og sér er auðvitað hluti af þessum áhyggjum sem við höfum í þessu.“ Rætt var við Víði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Víðir segir smitrakningu ganga misjafnlega. „Síðan eru bara endalaust að detta upp einn og einn sem veit ekkert hvar hann hefur smitast eða gengið illa að rekja saman.“ Í byrjun þessarar fjórðu bylgju var að mestum hluta ungt fólk að smitast. Víðir segir að nú séu smitaðir í öllum aldurshópum. Hann segir jafnframt að það sem einkenni þessa bylgju sé að hver og einn smitaður smiti fleiri út frá sér en áður. „Okkur sýnist það bara á þessum gögnum sem við erum að vinna með að það sem vísindamenn hafa verið að segja að þetta afbrigði veirunnar sé meira smitandi. Við erum klárlega að sjá það í þessum hópum. Okkur finnst fleiri að smita í hópunum en við höfum séð í bylgjunum áður þannig það styður við þessar kenningar um þessa miklu smitgetu á þessari útgáfu.“ Er þá hver og einn að smita fleiri en áður? „Já okkur sýnist það.“ Finnur fyrir samstöðu í samfélaginu Hann segist finna fyrir meiri samstöðu í samfélaginu nú en fyrir nokkrum dögum. „Það voru mjög skiptar skoðanir á því hvort það ætti að grípa til aðgerða og menn hafa komist að þessari niðurstöðu. Mér finnst fólk almennt vera sátt með það eins og hægt er og ætla auðvitað bara að taka þátt í þessu og sjá hvað tíminn leiðir í ljós næstu vikurnar og treysta á það að á sama tími verði unnið að framtíðarhugsun í þessu.“ Þá minnir hann á einstaklingsbundnar sýkingavarnir. „Við verðum að setja undir okkur hausinn. Þetta er enn ein brekkan. Þetta er eins og að labba upp á fjall. Manni finnst maður alltaf vera að sjá toppinn og svo þegar maður kemur upp næstu brekku þá er bara önnur fram undan og það er akkúrat það sem við erum að gera núna. En við ætlum ekkert að hætta við. Við ætlum að halda áfram og vinna í þessu. Núna er törn sem við þurfum að takast á við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24. júlí 2021 20:00
Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30