Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2021 21:31 Delta afbrigðið hefur komið aftan að sérfræðingum víða. AP/Marcio Jose Sanchez Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi, fari auðveldar en önnur afbrigði í gegnum þær varnir sem bólusetningar veita. Þá er sömuleiðis útlit fyrir að smitað fólk sem hefur verið bólusett dreifi veirunni. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Reuters fréttaveitunnar um afbrigðið þar sem rætt var við tíu sérfræðinga um Covid-19. Sérfræðingarnir segja stærsta áhyggjuefnið vera aukin dreifing Delta-afbrigðisins. Veiran smitist auðveldar manna á milli og auki þar með hættuna gagnvart óbólusettum. Þá hafi útbreiðsla afbrigðisins aukist verulega á sama tíma og verið var að fella niður sóttvarnir víða um heim. Nokkrir sérfræðinganna sem Reuters ræddi við segja aftur þörf á sóttvarnaraðgerðum. Bóluefni virðast draga verulega úr alvarlegum veikindum og innlögnum á sjúkrahús.EPA/Andreu Dalmau Miðað við gögn frá heilbrigðisráðuneytinu í Ísrael er útlit fyrir að virkni bóluefnis Pfizer gegn smiti sé einungis 41 prósent. Sérfræðingar segja þó nauðsynlegt að skoða þau gögn nánar, áður en hægt sé að draga of miklar ályktanir út frá þeim. Um 60 prósent þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús eru fullbólusettir en langflestir eru eldri en 60 ára og með undirliggjandi sjúkdóma eða heilsukvilla. Þar á bæ hafa ráðamenn þó ákveðið að setja aftur á grímuskyldu innandyra og skikkað ferðamenn í sóttkví á nýjan leik. Þrátt fyrir að meira en helmingur þjóðarinnar sé fullbólusettur. Bandaríkjamenn horfa yfir haf Verið er að skoða sams konar aðgerðir aftur í Bandaríkjunum. Þar eru um 83 prósent þeirra sem smitast að smitast af Delta-afbrigðinu. 97 prósent þeirra sem veikjast alvarlega í Bandaríkjunum eru óbólusettir. Washington Post sagði frá því í dag að ráðamenn í Bandaríkjunum fylgdust náið með stöðu mála í Bretlandi. Þar hefði ríkisstjórn Boris Johnson ákveðið að fella niður sóttvarnir í ljósi þess að næstum því 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið minnst einn skammt af bóluefni. Smituðum hefur þó fjölgað hratt Í Bretlandi og fór nýverið yfir fimmtíu þúsund á dag, í fyrsta sinn frá því í janúar. Þó smituðum hafi fjölgað hratt hefur innlögnum fjölgað mun minna, þar sem bólusetningar draga verulega úr alvarlegum veikindum. Bandaríkjamenn fylgjast með því hvaða áhrif þessi ákvörðun Breta muni hafa og hvort breyta þurfi um stefnu vestanhafs. Stærsta ógn heimsins Sharon Peacock, sem leiðir raðgreiningu veirunnar í Bretlandi, segir Delta-afbrigðið þá stærstu ógn sem steðji að heiminum í dag. Í Bretlandi voru 3.692 á sjúkrahúsi á föstudaginn. Þar af voru 58,3 prósent óbólusettir og 22,8 prósent fullbólusettir. Svipaða sögu er að segja frá Singapúr þar sem sagt var frá því á föstudaginn að um þrír fjórðu þeirra sem smituðust af Delta-afbrigðinu hefðu verið fullbólusettir. Engir þeirra höfðu þó veikst alvarlega. Peacock vísaði í samtali við Reuters í rannsókn frá Kína þar sem niðurstöður sýndu að fólk sem smitaðist af Delta-afbrigðinu væri með allt að þúsund sinnum meira magn af veirunni í nefinu en fólk sem smitaðist af upprunalega afbrigði veirunnar í borginni Wuhan árið 2019. Hún sagði það þó enn til rannsóknar. Kæruleysi vegna góðra bóluefna Eric Topol, erfðamengjafræðingur, sagði að meðgöngutími Delta-afbrigðisins væri styttri en meðgöngutími annarra afbrigða. Þar að auki væru smitaðir með meira magn af veirunni. Það gerði Delta-afbrigðið mun skæðara en önnur. Topol sagði að góð virkni bóluefna hefði mögulega gert bólusett fólk kærulausara en það hefði tilefni til. Carlos del Rio, sérfræðingur í smitsjúkdómum, sló á svipaða strengi í samtali við fréttaveituna. Hann sagði að við þróun bóluefna hefði enginn ætlast til þess að bóluefnin kæmu í veg fyrir dreifingu nýju kórónuveirunnar. Markmiðið hefði alltaf verið að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Bóluefnin hafi þó mögulega verið of skilvirk í því að koma í veg fyrir dreifingu veirunnar og gert fólk kærulaust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira
Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi, fari auðveldar en önnur afbrigði í gegnum þær varnir sem bólusetningar veita. Þá er sömuleiðis útlit fyrir að smitað fólk sem hefur verið bólusett dreifi veirunni. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Reuters fréttaveitunnar um afbrigðið þar sem rætt var við tíu sérfræðinga um Covid-19. Sérfræðingarnir segja stærsta áhyggjuefnið vera aukin dreifing Delta-afbrigðisins. Veiran smitist auðveldar manna á milli og auki þar með hættuna gagnvart óbólusettum. Þá hafi útbreiðsla afbrigðisins aukist verulega á sama tíma og verið var að fella niður sóttvarnir víða um heim. Nokkrir sérfræðinganna sem Reuters ræddi við segja aftur þörf á sóttvarnaraðgerðum. Bóluefni virðast draga verulega úr alvarlegum veikindum og innlögnum á sjúkrahús.EPA/Andreu Dalmau Miðað við gögn frá heilbrigðisráðuneytinu í Ísrael er útlit fyrir að virkni bóluefnis Pfizer gegn smiti sé einungis 41 prósent. Sérfræðingar segja þó nauðsynlegt að skoða þau gögn nánar, áður en hægt sé að draga of miklar ályktanir út frá þeim. Um 60 prósent þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús eru fullbólusettir en langflestir eru eldri en 60 ára og með undirliggjandi sjúkdóma eða heilsukvilla. Þar á bæ hafa ráðamenn þó ákveðið að setja aftur á grímuskyldu innandyra og skikkað ferðamenn í sóttkví á nýjan leik. Þrátt fyrir að meira en helmingur þjóðarinnar sé fullbólusettur. Bandaríkjamenn horfa yfir haf Verið er að skoða sams konar aðgerðir aftur í Bandaríkjunum. Þar eru um 83 prósent þeirra sem smitast að smitast af Delta-afbrigðinu. 97 prósent þeirra sem veikjast alvarlega í Bandaríkjunum eru óbólusettir. Washington Post sagði frá því í dag að ráðamenn í Bandaríkjunum fylgdust náið með stöðu mála í Bretlandi. Þar hefði ríkisstjórn Boris Johnson ákveðið að fella niður sóttvarnir í ljósi þess að næstum því 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið minnst einn skammt af bóluefni. Smituðum hefur þó fjölgað hratt Í Bretlandi og fór nýverið yfir fimmtíu þúsund á dag, í fyrsta sinn frá því í janúar. Þó smituðum hafi fjölgað hratt hefur innlögnum fjölgað mun minna, þar sem bólusetningar draga verulega úr alvarlegum veikindum. Bandaríkjamenn fylgjast með því hvaða áhrif þessi ákvörðun Breta muni hafa og hvort breyta þurfi um stefnu vestanhafs. Stærsta ógn heimsins Sharon Peacock, sem leiðir raðgreiningu veirunnar í Bretlandi, segir Delta-afbrigðið þá stærstu ógn sem steðji að heiminum í dag. Í Bretlandi voru 3.692 á sjúkrahúsi á föstudaginn. Þar af voru 58,3 prósent óbólusettir og 22,8 prósent fullbólusettir. Svipaða sögu er að segja frá Singapúr þar sem sagt var frá því á föstudaginn að um þrír fjórðu þeirra sem smituðust af Delta-afbrigðinu hefðu verið fullbólusettir. Engir þeirra höfðu þó veikst alvarlega. Peacock vísaði í samtali við Reuters í rannsókn frá Kína þar sem niðurstöður sýndu að fólk sem smitaðist af Delta-afbrigðinu væri með allt að þúsund sinnum meira magn af veirunni í nefinu en fólk sem smitaðist af upprunalega afbrigði veirunnar í borginni Wuhan árið 2019. Hún sagði það þó enn til rannsóknar. Kæruleysi vegna góðra bóluefna Eric Topol, erfðamengjafræðingur, sagði að meðgöngutími Delta-afbrigðisins væri styttri en meðgöngutími annarra afbrigða. Þar að auki væru smitaðir með meira magn af veirunni. Það gerði Delta-afbrigðið mun skæðara en önnur. Topol sagði að góð virkni bóluefna hefði mögulega gert bólusett fólk kærulausara en það hefði tilefni til. Carlos del Rio, sérfræðingur í smitsjúkdómum, sló á svipaða strengi í samtali við fréttaveituna. Hann sagði að við þróun bóluefna hefði enginn ætlast til þess að bóluefnin kæmu í veg fyrir dreifingu nýju kórónuveirunnar. Markmiðið hefði alltaf verið að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Bóluefnin hafi þó mögulega verið of skilvirk í því að koma í veg fyrir dreifingu veirunnar og gert fólk kærulaust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira