Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2021 21:31 Delta afbrigðið hefur komið aftan að sérfræðingum víða. AP/Marcio Jose Sanchez Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi, fari auðveldar en önnur afbrigði í gegnum þær varnir sem bólusetningar veita. Þá er sömuleiðis útlit fyrir að smitað fólk sem hefur verið bólusett dreifi veirunni. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Reuters fréttaveitunnar um afbrigðið þar sem rætt var við tíu sérfræðinga um Covid-19. Sérfræðingarnir segja stærsta áhyggjuefnið vera aukin dreifing Delta-afbrigðisins. Veiran smitist auðveldar manna á milli og auki þar með hættuna gagnvart óbólusettum. Þá hafi útbreiðsla afbrigðisins aukist verulega á sama tíma og verið var að fella niður sóttvarnir víða um heim. Nokkrir sérfræðinganna sem Reuters ræddi við segja aftur þörf á sóttvarnaraðgerðum. Bóluefni virðast draga verulega úr alvarlegum veikindum og innlögnum á sjúkrahús.EPA/Andreu Dalmau Miðað við gögn frá heilbrigðisráðuneytinu í Ísrael er útlit fyrir að virkni bóluefnis Pfizer gegn smiti sé einungis 41 prósent. Sérfræðingar segja þó nauðsynlegt að skoða þau gögn nánar, áður en hægt sé að draga of miklar ályktanir út frá þeim. Um 60 prósent þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús eru fullbólusettir en langflestir eru eldri en 60 ára og með undirliggjandi sjúkdóma eða heilsukvilla. Þar á bæ hafa ráðamenn þó ákveðið að setja aftur á grímuskyldu innandyra og skikkað ferðamenn í sóttkví á nýjan leik. Þrátt fyrir að meira en helmingur þjóðarinnar sé fullbólusettur. Bandaríkjamenn horfa yfir haf Verið er að skoða sams konar aðgerðir aftur í Bandaríkjunum. Þar eru um 83 prósent þeirra sem smitast að smitast af Delta-afbrigðinu. 97 prósent þeirra sem veikjast alvarlega í Bandaríkjunum eru óbólusettir. Washington Post sagði frá því í dag að ráðamenn í Bandaríkjunum fylgdust náið með stöðu mála í Bretlandi. Þar hefði ríkisstjórn Boris Johnson ákveðið að fella niður sóttvarnir í ljósi þess að næstum því 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið minnst einn skammt af bóluefni. Smituðum hefur þó fjölgað hratt Í Bretlandi og fór nýverið yfir fimmtíu þúsund á dag, í fyrsta sinn frá því í janúar. Þó smituðum hafi fjölgað hratt hefur innlögnum fjölgað mun minna, þar sem bólusetningar draga verulega úr alvarlegum veikindum. Bandaríkjamenn fylgjast með því hvaða áhrif þessi ákvörðun Breta muni hafa og hvort breyta þurfi um stefnu vestanhafs. Stærsta ógn heimsins Sharon Peacock, sem leiðir raðgreiningu veirunnar í Bretlandi, segir Delta-afbrigðið þá stærstu ógn sem steðji að heiminum í dag. Í Bretlandi voru 3.692 á sjúkrahúsi á föstudaginn. Þar af voru 58,3 prósent óbólusettir og 22,8 prósent fullbólusettir. Svipaða sögu er að segja frá Singapúr þar sem sagt var frá því á föstudaginn að um þrír fjórðu þeirra sem smituðust af Delta-afbrigðinu hefðu verið fullbólusettir. Engir þeirra höfðu þó veikst alvarlega. Peacock vísaði í samtali við Reuters í rannsókn frá Kína þar sem niðurstöður sýndu að fólk sem smitaðist af Delta-afbrigðinu væri með allt að þúsund sinnum meira magn af veirunni í nefinu en fólk sem smitaðist af upprunalega afbrigði veirunnar í borginni Wuhan árið 2019. Hún sagði það þó enn til rannsóknar. Kæruleysi vegna góðra bóluefna Eric Topol, erfðamengjafræðingur, sagði að meðgöngutími Delta-afbrigðisins væri styttri en meðgöngutími annarra afbrigða. Þar að auki væru smitaðir með meira magn af veirunni. Það gerði Delta-afbrigðið mun skæðara en önnur. Topol sagði að góð virkni bóluefna hefði mögulega gert bólusett fólk kærulausara en það hefði tilefni til. Carlos del Rio, sérfræðingur í smitsjúkdómum, sló á svipaða strengi í samtali við fréttaveituna. Hann sagði að við þróun bóluefna hefði enginn ætlast til þess að bóluefnin kæmu í veg fyrir dreifingu nýju kórónuveirunnar. Markmiðið hefði alltaf verið að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Bóluefnin hafi þó mögulega verið of skilvirk í því að koma í veg fyrir dreifingu veirunnar og gert fólk kærulaust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Sérfræðingar hafa þó áhyggjur af því að afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi, fari auðveldar en önnur afbrigði í gegnum þær varnir sem bólusetningar veita. Þá er sömuleiðis útlit fyrir að smitað fólk sem hefur verið bólusett dreifi veirunni. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Reuters fréttaveitunnar um afbrigðið þar sem rætt var við tíu sérfræðinga um Covid-19. Sérfræðingarnir segja stærsta áhyggjuefnið vera aukin dreifing Delta-afbrigðisins. Veiran smitist auðveldar manna á milli og auki þar með hættuna gagnvart óbólusettum. Þá hafi útbreiðsla afbrigðisins aukist verulega á sama tíma og verið var að fella niður sóttvarnir víða um heim. Nokkrir sérfræðinganna sem Reuters ræddi við segja aftur þörf á sóttvarnaraðgerðum. Bóluefni virðast draga verulega úr alvarlegum veikindum og innlögnum á sjúkrahús.EPA/Andreu Dalmau Miðað við gögn frá heilbrigðisráðuneytinu í Ísrael er útlit fyrir að virkni bóluefnis Pfizer gegn smiti sé einungis 41 prósent. Sérfræðingar segja þó nauðsynlegt að skoða þau gögn nánar, áður en hægt sé að draga of miklar ályktanir út frá þeim. Um 60 prósent þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús eru fullbólusettir en langflestir eru eldri en 60 ára og með undirliggjandi sjúkdóma eða heilsukvilla. Þar á bæ hafa ráðamenn þó ákveðið að setja aftur á grímuskyldu innandyra og skikkað ferðamenn í sóttkví á nýjan leik. Þrátt fyrir að meira en helmingur þjóðarinnar sé fullbólusettur. Bandaríkjamenn horfa yfir haf Verið er að skoða sams konar aðgerðir aftur í Bandaríkjunum. Þar eru um 83 prósent þeirra sem smitast að smitast af Delta-afbrigðinu. 97 prósent þeirra sem veikjast alvarlega í Bandaríkjunum eru óbólusettir. Washington Post sagði frá því í dag að ráðamenn í Bandaríkjunum fylgdust náið með stöðu mála í Bretlandi. Þar hefði ríkisstjórn Boris Johnson ákveðið að fella niður sóttvarnir í ljósi þess að næstum því 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið minnst einn skammt af bóluefni. Smituðum hefur þó fjölgað hratt Í Bretlandi og fór nýverið yfir fimmtíu þúsund á dag, í fyrsta sinn frá því í janúar. Þó smituðum hafi fjölgað hratt hefur innlögnum fjölgað mun minna, þar sem bólusetningar draga verulega úr alvarlegum veikindum. Bandaríkjamenn fylgjast með því hvaða áhrif þessi ákvörðun Breta muni hafa og hvort breyta þurfi um stefnu vestanhafs. Stærsta ógn heimsins Sharon Peacock, sem leiðir raðgreiningu veirunnar í Bretlandi, segir Delta-afbrigðið þá stærstu ógn sem steðji að heiminum í dag. Í Bretlandi voru 3.692 á sjúkrahúsi á föstudaginn. Þar af voru 58,3 prósent óbólusettir og 22,8 prósent fullbólusettir. Svipaða sögu er að segja frá Singapúr þar sem sagt var frá því á föstudaginn að um þrír fjórðu þeirra sem smituðust af Delta-afbrigðinu hefðu verið fullbólusettir. Engir þeirra höfðu þó veikst alvarlega. Peacock vísaði í samtali við Reuters í rannsókn frá Kína þar sem niðurstöður sýndu að fólk sem smitaðist af Delta-afbrigðinu væri með allt að þúsund sinnum meira magn af veirunni í nefinu en fólk sem smitaðist af upprunalega afbrigði veirunnar í borginni Wuhan árið 2019. Hún sagði það þó enn til rannsóknar. Kæruleysi vegna góðra bóluefna Eric Topol, erfðamengjafræðingur, sagði að meðgöngutími Delta-afbrigðisins væri styttri en meðgöngutími annarra afbrigða. Þar að auki væru smitaðir með meira magn af veirunni. Það gerði Delta-afbrigðið mun skæðara en önnur. Topol sagði að góð virkni bóluefna hefði mögulega gert bólusett fólk kærulausara en það hefði tilefni til. Carlos del Rio, sérfræðingur í smitsjúkdómum, sló á svipaða strengi í samtali við fréttaveituna. Hann sagði að við þróun bóluefna hefði enginn ætlast til þess að bóluefnin kæmu í veg fyrir dreifingu nýju kórónuveirunnar. Markmiðið hefði alltaf verið að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Bóluefnin hafi þó mögulega verið of skilvirk í því að koma í veg fyrir dreifingu veirunnar og gert fólk kærulaust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent