Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 16:13 K2 er annað hæsta fjall í heimi. Mynd/Aðsend Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af. Nú er talið að þeir hafi fundist í rúmlega 8.000 metra hæð, þar sem oft myndast flöskuháls í fjallinu vegna hættulegrar íshellu. Til þess að hægt sé að flytja lík John Snorra og félaga hans niður kann að reynast nauðsynlegt að þau séu flutt neðar í fjallið af göngumönnum, enda drífa þyrlur pakistanska hersins ekki nógu hátt upp í fjallið. Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar.Vísir Hópur á vegum ferðaskrifstofunnar Lela Peak Expedition fann líkin, eftir að tilraunir sérstaks leitarhóps höfðu ekki borið árangur. Einn eigenda ferðaskrifstofunnar segir í samtali við fréttastofu að pakistanski herinn muni reyna að flytja líkin niður. „Í Íslamabad er nú unnið að því að útvega þyrlur fyrir morgundaginn eða hinn til þess að ná í líkin. Ef klifurmennirnir í fjallinu koma með þá niður í kannski 6.000 eða 6.500 metra hæð getur þyrlan farið þangað og sótt líkin,“ segir Anwar Syed, einn eigenda ferðaskrifstofunnar, í samtali við fréttastofu. John Snorri var í fylgd með tveimur vinum sínum, pakistönsku feðgunum Ali Sadpara og Sajid Ali Sadpara. Juan Pablo Mohr frá Chile slóst í hópinn á ákveðnum tímapunkti. Sajid hélt aftur niður vegna bilunar í búnaði í um 8.200 metra hæð en þeir sem eftir urðu uppi í fjallinu létust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24 Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Nú er talið að þeir hafi fundist í rúmlega 8.000 metra hæð, þar sem oft myndast flöskuháls í fjallinu vegna hættulegrar íshellu. Til þess að hægt sé að flytja lík John Snorra og félaga hans niður kann að reynast nauðsynlegt að þau séu flutt neðar í fjallið af göngumönnum, enda drífa þyrlur pakistanska hersins ekki nógu hátt upp í fjallið. Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar.Vísir Hópur á vegum ferðaskrifstofunnar Lela Peak Expedition fann líkin, eftir að tilraunir sérstaks leitarhóps höfðu ekki borið árangur. Einn eigenda ferðaskrifstofunnar segir í samtali við fréttastofu að pakistanski herinn muni reyna að flytja líkin niður. „Í Íslamabad er nú unnið að því að útvega þyrlur fyrir morgundaginn eða hinn til þess að ná í líkin. Ef klifurmennirnir í fjallinu koma með þá niður í kannski 6.000 eða 6.500 metra hæð getur þyrlan farið þangað og sótt líkin,“ segir Anwar Syed, einn eigenda ferðaskrifstofunnar, í samtali við fréttastofu. John Snorri var í fylgd með tveimur vinum sínum, pakistönsku feðgunum Ali Sadpara og Sajid Ali Sadpara. Juan Pablo Mohr frá Chile slóst í hópinn á ákveðnum tímapunkti. Sajid hélt aftur niður vegna bilunar í búnaði í um 8.200 metra hæð en þeir sem eftir urðu uppi í fjallinu létust. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í kvöld.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24 Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Hafa fundið þriðja líkið á K2 Hópur göngumanna, sem staddur er á K2, hefur fundið þriðja líkið fyrir ofan fjórðu búðir K2 í dag. Samkvæmt frétt Explorers Web eru líkin af John Snorra Sigurjónssyni, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpar sem fórust á K2 í febrúar. 26. júlí 2021 14:24
Telja sig hafa fundið lík Johns Snorra og Sadpara á K2 Tvö lík hafa fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar á K2, á þeim slóðum sem John Snorri Sigurjónsson og samferðamenn hans týndust í febrúar síðastliðnum. Staðfest hefur verið að annað líkanna er af Ali Sadpara, samferðamanni Johns Snorra. 26. júlí 2021 12:56