Erlent

Loftsteinn lýsti upp skandinavíska næturhimininn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sjá má lofsteininn fyrir miðri mynd.
Sjá má lofsteininn fyrir miðri mynd. Skjáskot

Lögregla í Svíþjóð og Noregi fékk fjölmargar tilkynningar um að loftsteinn hefði fallið til jarðar síðla kvölds síðasta laugardag. Loftsteinninn lýsti upp næturhimininn í skamma stund.

Talið er að loftsteinninn hafi verið nokkur tonn að þyngd en hann féll að öllum líkindum til jarðar yfir Noregi, að því er NRK, hefur eftir Vegard Lundby hjá samtökum áhugamanna um lofsteina í Noregi.

Telur hann að lofsteinninn hafi líklega lent einhvers staðar í Finnmörku í grennd við Lier. Lundby telur að lofsteinninn hafi verið sýnilegur á um 600 kílómetra svæði, það er yfirleitt tilkomumikil sjón þegar lofsteinar brenna upp á leið sinni til jarðar. Sænskir fjölmiðlar hafa einnig fjallað um málið og talað við sjónarvotta sem sáu lofsteininn yfir Svíþjóð.

Morten Bilet, meðlimur í sömu samtökum, varð vitni að því þegar lofsteinninn féll til jarðar. Hann segist sannfærður um að lofsteinninn hafi verið tiltölulega stór, og að heyrst hafi miklar drunur er hann féll til jarðar.

Stutt er síðan vígahnöttur sprakk yfir Íslandi, talið er að hann hafi verið um sjö metrar í þvermál.


Tengdar fréttir

Loft­steinn mældist á jarð­skjálfta­mælum

Jarðskjálftamælingar Veðurstofu Íslands á Suðvesturlandi sýna mjög stuttan en afar greinilega púls milli klukkan 22:44 og 22:48 í gærkvöldi. Hann entist í innan við tvær sekúndur og líklegt er talið að loftsteinn hafi valdið honum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.