Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 09:11 Sýnataka við Keflavíkurflugvöll. Þar og í Reykjavík er erfitt að manna sýnatöku vegna Covid-19. Vísir/arnar Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. Rúm 4.500 sýni voru tekin á föstudaginn, sem gerir hann að einum allra stærsta sýnatökudegi Íslandssögunnar ef frá er talinn einn dagur síðasta haust. Daglega eru nú tekin um 3-4.000 sýni, aðallega meðal Íslendinga. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að álagið væri gríðarlegt. „Það náttúrulega myndast langar raðir en þetta hægt og rólega fer inn. Við erum að reyna að bæta við starfsmönnum og það gengur, en það gengur hægt. Ég veit ekki hversu lengi við getum haldið út, ef við fáum ekki fleira starfsfólk, en við erum bara að vinna í því núna.“ Bakvarðasveitir heilbrigðisþjónustunnar hafa verið kallaðar út. Ferðamannasýnum er heldur að fækka en á móti verða einkennasýnin fleiri. Ferðamennirnir hafa þó skapað töluvert aukið álag hjá heilsugæslunni samanborið við aðrar bylgjur. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur.“ Ingibjörg hvetur þá sem finna fyrir einkennum að bóka tíma og fara í sýnatöku. Greinist einhver í nærumhverfi fólks skal það bíða boðanna frá smitrakningarteyminu um næstu skref, en halda sig til hlés á meðan er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir 88 greindust smitaðir innanlands 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 25. júlí 2021 10:44 Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rúm 4.500 sýni voru tekin á föstudaginn, sem gerir hann að einum allra stærsta sýnatökudegi Íslandssögunnar ef frá er talinn einn dagur síðasta haust. Daglega eru nú tekin um 3-4.000 sýni, aðallega meðal Íslendinga. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að álagið væri gríðarlegt. „Það náttúrulega myndast langar raðir en þetta hægt og rólega fer inn. Við erum að reyna að bæta við starfsmönnum og það gengur, en það gengur hægt. Ég veit ekki hversu lengi við getum haldið út, ef við fáum ekki fleira starfsfólk, en við erum bara að vinna í því núna.“ Bakvarðasveitir heilbrigðisþjónustunnar hafa verið kallaðar út. Ferðamannasýnum er heldur að fækka en á móti verða einkennasýnin fleiri. Ferðamennirnir hafa þó skapað töluvert aukið álag hjá heilsugæslunni samanborið við aðrar bylgjur. „Þetta er svo mikill fjöldi að ef þetta heldur áfram svona næstu vikurnar verður mikil þreyta. En ég á von á að þetta verði svona kúfur sem kemur og svo fer þetta niður aftur.“ Ingibjörg hvetur þá sem finna fyrir einkennum að bóka tíma og fara í sýnatöku. Greinist einhver í nærumhverfi fólks skal það bíða boðanna frá smitrakningarteyminu um næstu skref, en halda sig til hlés á meðan er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir 88 greindust smitaðir innanlands 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 25. júlí 2021 10:44 Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
88 greindust smitaðir innanlands 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 25. júlí 2021 10:44
Gjörbreytt landslag hjá smitrakningarteyminu Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví. 23. júlí 2021 15:23
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent