Innlent

88 greindust smitaðir innanlands

Snorri Másson skrifar
Úr sýnatöku heilsugæslunnar, þar sem 3-4.000 manns fara í skimun daglega nú um mundir.
Úr sýnatöku heilsugæslunnar, þar sem 3-4.000 manns fara í skimun daglega nú um mundir. Vísir/Vilhelm

88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. 

54 voru utan sóttkvíar af þeim sem greindust með veiruna í gær. 

Tíðindum sætir að hlutfall smitaðra af teknum einkennasýnum er á töluverðri uppleið. Færri sýni voru tekin í gær en daginn áður, en hlutfallslega eru að greinast talsvert fleiri. 95 smit greindust af 4.552 sýnum í fyrradag, 3,03%, en 88 smit í 3.319 sýnum í gær, 4,58%.

Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi í dag. Samkomur verða takmarkaðar við 200 manns og eins metra regla tekur gildi. Opnunartími skemmtistaða og veitingastaða færist til klukkan 23 á kvöldin og síðasti maður þarf að fara út á miðnætti.

Þá mun líkamsræktarstöðum og sundlaugum heimilt að taka á móti 75 prósent af leyfilegum fjölda í venjulegi árferði. Grímuskylda er þá við lýði í aðstæðum þar sem eins metra reglan verður ekki virt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×