Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2021 10:59 Michael Breinholt á lögreglustöðinni. Skjáskot Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. Hinn 31 árs gamli Michael Breinholt lést samstundis. Hann hafði verið handtekinn fyrir ölvun og virtist reyna að ná tökum á skammbyssu eins lögregluþjóns áður en hann var skotinn. Saksóknarar í Utah opinberuðu þá niðurstöðu í gær að Tyler Longman yrði ekki refsað fyrir banaskotið, sem átti sér stað í ágúst 2019. Þetta var í þriðja sinn sem Longman skaut mann til bana. Lögreglan gaf út níu mínútna myndband sem var meðal annars unnið af almannatengslateymi lögreglunnar og úr myndefni úr vestismyndavélum lögreglumanna, sem sýndi þó eingöngu brot af atburðarásinni, samkvæmt frétt PBS. Kröfðust betra myndefnis Blaðamenn og lögmenn dagblaðsins Salt Lake Tribune vörðu hálfu ári í að reyna að fá meira myndefni sem tengist banaskotinu og tókst það í upphafi mánaðarins. Myndbandið sýnir ölvaðan Breinholt láta illa við lögregluþjóna. Á einum tímapunkti lendir Breinholt í stympingum við tvo lögregluþjóna og kallar annar þeirra að Breinholt sé að reyna að ná taki á byssu hans. Þá var Breinholt handjárnaður með hendur fyrir aftan bak og myndbandið virðist styðja það. Það sýnir þó að byssan var enn í hulstri lögregluþjónsins þegar Longman kom til aðstoðar. „Þú ert að fara að deyja, vinur minn,“ sagði Longman og skaut Breinholt í höfuðið. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils Fox í Utah um banaskotið. Ríkissaksóknarinn Sim Gill sagði á blaðamannafundi í gær að honum þætti dauði Breinholt vera óþarfur og forkastanlegur. Hann væri þó bundinn lögum og reglum og þeim samkvæmt hefði banaskotið verið réttlætanlegt. „Ef við viljum aðrar niðurstöður, sem er ekki óeðlilegt að fara fram á, þurfum við að breyta lögunum,“ sagði Gill, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fjölskylda Breinholt er ósátt við þessa niðurstöðu og ætla þau að höfða mál. „Hann gaf sér tíma til að hugsa og segja þessi orð,“ sagði Susan Neese, móðir Breinholt, við Salt Lake Tribune (áskriftarvefur). Blaðamenn báðu einnig sérfræðing í þjálfun lögregluþjóna að horfa á myndbandið. Sá sagði það ekki hafa verið nauðsynlegt að skjóta Breinholt til bana. PBS segir Breinholt hafa átt í vandræðum með fíkn frá því hann var táningur og hafi komist í kast við lögin á undanförnum árum. Haft er eftir móður hans að hún hafi rætt við hann daginn sem hann dó og þau hafi rætt um það að hann ætlaði að leita sér hjálpar væri að reyna að komast á meðferðarheimili. Breinholt hafði mætt ölvaður á vinnustað kærustu sinnar og samstarfsmaður hennar hafði hringt á lögregluna. Lögregluþjónum var svo sagt að Breinholt hefði sagst hafa takið mikið pillum og áður en hann var handtekinn, sagði kærasta hans við lögregluþjóna að hann virtist í sjálfsmorðshugleiðingum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Michael Breinholt lést samstundis. Hann hafði verið handtekinn fyrir ölvun og virtist reyna að ná tökum á skammbyssu eins lögregluþjóns áður en hann var skotinn. Saksóknarar í Utah opinberuðu þá niðurstöðu í gær að Tyler Longman yrði ekki refsað fyrir banaskotið, sem átti sér stað í ágúst 2019. Þetta var í þriðja sinn sem Longman skaut mann til bana. Lögreglan gaf út níu mínútna myndband sem var meðal annars unnið af almannatengslateymi lögreglunnar og úr myndefni úr vestismyndavélum lögreglumanna, sem sýndi þó eingöngu brot af atburðarásinni, samkvæmt frétt PBS. Kröfðust betra myndefnis Blaðamenn og lögmenn dagblaðsins Salt Lake Tribune vörðu hálfu ári í að reyna að fá meira myndefni sem tengist banaskotinu og tókst það í upphafi mánaðarins. Myndbandið sýnir ölvaðan Breinholt láta illa við lögregluþjóna. Á einum tímapunkti lendir Breinholt í stympingum við tvo lögregluþjóna og kallar annar þeirra að Breinholt sé að reyna að ná taki á byssu hans. Þá var Breinholt handjárnaður með hendur fyrir aftan bak og myndbandið virðist styðja það. Það sýnir þó að byssan var enn í hulstri lögregluþjónsins þegar Longman kom til aðstoðar. „Þú ert að fara að deyja, vinur minn,“ sagði Longman og skaut Breinholt í höfuðið. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils Fox í Utah um banaskotið. Ríkissaksóknarinn Sim Gill sagði á blaðamannafundi í gær að honum þætti dauði Breinholt vera óþarfur og forkastanlegur. Hann væri þó bundinn lögum og reglum og þeim samkvæmt hefði banaskotið verið réttlætanlegt. „Ef við viljum aðrar niðurstöður, sem er ekki óeðlilegt að fara fram á, þurfum við að breyta lögunum,“ sagði Gill, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fjölskylda Breinholt er ósátt við þessa niðurstöðu og ætla þau að höfða mál. „Hann gaf sér tíma til að hugsa og segja þessi orð,“ sagði Susan Neese, móðir Breinholt, við Salt Lake Tribune (áskriftarvefur). Blaðamenn báðu einnig sérfræðing í þjálfun lögregluþjóna að horfa á myndbandið. Sá sagði það ekki hafa verið nauðsynlegt að skjóta Breinholt til bana. PBS segir Breinholt hafa átt í vandræðum með fíkn frá því hann var táningur og hafi komist í kast við lögin á undanförnum árum. Haft er eftir móður hans að hún hafi rætt við hann daginn sem hann dó og þau hafi rætt um það að hann ætlaði að leita sér hjálpar væri að reyna að komast á meðferðarheimili. Breinholt hafði mætt ölvaður á vinnustað kærustu sinnar og samstarfsmaður hennar hafði hringt á lögregluna. Lögregluþjónum var svo sagt að Breinholt hefði sagst hafa takið mikið pillum og áður en hann var handtekinn, sagði kærasta hans við lögregluþjóna að hann virtist í sjálfsmorðshugleiðingum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira