Enski boltinn

Smith-Rowe framlengir við Arsenal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Emile Smith-Rowe hefur skrifað undir nýjan fimm ára smaning við Arsenal.
Emile Smith-Rowe hefur skrifað undir nýjan fimm ára smaning við Arsenal. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images

Emile Smith-Rowe skrifaði í dag undir nýjan samning við Arsenal. Þessi tvítugi sóknarsinnaði miðjumaður skuldbindur sig Lundúnaliðinu til ársins 2026.

Smith-Rowe skoraði tvö mörk og lagði upp önnur fjögur í 20 leikjum á seinasta tímabili. 

Hann mun klæðast treyju númer tíu á næstkomandi tímabili, sem sýnir traustið sem Mikel Arteta, stjóri liðsins, ber til þessa unga leikmanns.

Aston Villa hafði sýnt leikmanninum áhuga, en Arsenal hafnaði tveimur tilboðum þerra í seinasta mánuði. Það seinna er sagt hafa hljóðað upp á 30 milljónir punda.

Smith-Rowe kom í gegnum akademíu Arsenal, og hefur verið hjá félaginu síðan hann var tíu ára gamall.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.