Erlent

Gíslatökunni lokið eftir tíu tíma og afhendingu tuttugu pítsa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla var með mikinn viðbúnað við fangelsið.
Lögregla var með mikinn viðbúnað við fangelsið. EPA-EFE/PER KARLSSON SWEDEN OUT

Lögregla hefur handtekið gíslatökumennina tvo sem héldu tveimur fangavörðum í gíslingu í fangelsinu Hällbyanstalten í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Það tók tíu tíma að leysa pattstöðuna sem fól meðal annars í sér að fangar í sömu álmu fengu tuttugu pítsur.

Mennirnir tveir, Isak Dewit og Haned Mahamed Abdullahi, voru vopnaðir rakvélablöðum, að því er Aftonbladet greindi frá.

Í frétt blaðsins segir að félagarnir tveir, dæmdir morðingjar, hafi krafist þess að tuttugu fangar í álmunni þar sem þeir eru alla jafna vistaðir fengu tuttugu pítsur, í skiptum fyrir að sleppa öðrum fangaverðinum.

Klukkutíma eftir að pítsurnar voru afhentar var öðrum fangaverðinum sleppt. Mennirnir tveir höfðu einnig krafist þess að fá þyrlu til þess að komast undan en við því var ekki orðið.

Rétt tæpum tíu tíum eftir að gíslatakan hófst gáfust fangarnir tveir upp eftir miklar samningaviðræður. Var seinni fangaverðinum sleppt lausum. Dewit og Abdullahi voru handteknir og er málið litið alvarlegum augum að því er segir í frétt Aftonbladet.

Þar kemur einnig fram að fangaverðirnir tveir hafi sloppið ómeiddir úr prísundinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.