Sjáðu markaveislurnar á Hlíðarenda og í Kópavoginum og hvernig Stólarnir komust upp úr fallsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2021 15:46 Murielle Tiernan kom Tindastóli á bragðið gegn Fylki. vísir/Hulda Margrét Hvorki fleiri né færri en 24 mörk voru skoruð í leikjum gærkvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna. Toppliðin unnu bæði fimm marka sigra og Tindastóll komst upp úr fallsæti. Valur hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn og rúllaði yfir Þrótt á heimavelli, 6-1. Ída Marín Hermannsdóttir, Mary Alice Vignola, Lára Kristín Pedersen, Elín Metta Jensen, Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu mörk Valskvenna en Guðrún Gyða Haralz mark Þróttara. Með sigrinum endurheimti Valur toppsætið sem Breiðablik sat í um tveggja klukkustunda skeið eftir 7-2 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Heiðdís Lillýjardóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Chloé Nicole Vande Velde, Selma Sól Magnúsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt markið hver. Agla María Albertsdóttir lagði upp þrjú mörk í leiknum. Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark Eyjakvenna og lagði það síðara upp fyrir Hönnu Kallmaier. ÍBV, sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar. Klippa: Markasyrpa 11. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna Á Sauðárkróki unnu nýliðar Tindastóls Fylki, 2-1. Murielle Tiernan og Laura-Roxana Rus skoruðu fyrir Stólana en Helena Ósk Hálfdánardóttir gerði mark Fylkiskvenna. Með sigrinum komst Tindastóll upp úr fallsæti. Þar sitja nú Keflavík og Fylkir. Í gær tapaði Keflavík fyrir Stjörnunni á heimavelli, 1-2. Þetta var fjórða tap Keflvíkinga í röð. Alma Mathiesen kom Stjörnukonum yfir á 5. mínútu en Aerial Chavarin jafnaði fyrir Keflvíkinga átta mínútum fyrir hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark Stjörnunnar sem er í 4. sæti deildarinnar. Þá gerðu Selfoss og Þór/KA 1-1 jafntefli. Karen María Sigurgeirsdóttir kom Akureyringum yfir á 34. mínútu en Eva Núra Abrahamsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tíu mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Selfossi sem er í 3. sæti deildarinnar með átján stig, átta stigum á eftir toppliði Vals. Þór/KA, sem hefur gert jafntefli í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, er í 6. sætinu með þrettán stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttur yfir 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Valur Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Valur hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn og rúllaði yfir Þrótt á heimavelli, 6-1. Ída Marín Hermannsdóttir, Mary Alice Vignola, Lára Kristín Pedersen, Elín Metta Jensen, Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu mörk Valskvenna en Guðrún Gyða Haralz mark Þróttara. Með sigrinum endurheimti Valur toppsætið sem Breiðablik sat í um tveggja klukkustunda skeið eftir 7-2 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli. Heiðdís Lillýjardóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og Chloé Nicole Vande Velde, Selma Sól Magnúsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt markið hver. Agla María Albertsdóttir lagði upp þrjú mörk í leiknum. Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði fyrra mark Eyjakvenna og lagði það síðara upp fyrir Hönnu Kallmaier. ÍBV, sem hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum, er í 7. sæti deildarinnar. Klippa: Markasyrpa 11. umferðar Pepsi Max-deildar kvenna Á Sauðárkróki unnu nýliðar Tindastóls Fylki, 2-1. Murielle Tiernan og Laura-Roxana Rus skoruðu fyrir Stólana en Helena Ósk Hálfdánardóttir gerði mark Fylkiskvenna. Með sigrinum komst Tindastóll upp úr fallsæti. Þar sitja nú Keflavík og Fylkir. Í gær tapaði Keflavík fyrir Stjörnunni á heimavelli, 1-2. Þetta var fjórða tap Keflvíkinga í röð. Alma Mathiesen kom Stjörnukonum yfir á 5. mínútu en Aerial Chavarin jafnaði fyrir Keflvíkinga átta mínútum fyrir hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark Stjörnunnar sem er í 4. sæti deildarinnar. Þá gerðu Selfoss og Þór/KA 1-1 jafntefli. Karen María Sigurgeirsdóttir kom Akureyringum yfir á 34. mínútu en Eva Núra Abrahamsdóttir jafnaði fyrir Selfyssinga tíu mínútum fyrir leikslok. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Selfossi sem er í 3. sæti deildarinnar með átján stig, átta stigum á eftir toppliði Vals. Þór/KA, sem hefur gert jafntefli í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, er í 6. sætinu með þrettán stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð Svövu Kristínar Grétarsdóttur yfir 11. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Valur Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira