Enski boltinn

Ís­lendinga­lið Brent­ford sækir leik­mann frá Ís­lendinga­liði Mid­tjylland

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frank Onyeka er genginn til liðs við Brentford.
Frank Onyeka er genginn til liðs við Brentford. Jan Christensen/Getty Images

Brentford, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, hefur fjárfest í nígeríska miðjumanninum Frank Onyeka, miðjumanni danska félagsins Midtjylland. Segja má að félögin séu venslafélög.

Brentford, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, hefur fjárfest í nígeríska miðjumanninum Frank Onyeka, miðjumanni danska félagsins Midtjylland. Segja má að félögin séu venslafélög.

Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er á mála hjá Brentford og spilaði síðari hálfleikinn í 1-0 sigri í vináttuleik gegn Wimbledon. Hinn 23 ára gamli Onyeka er fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Brentford fyrir komandi tímabil.

Onyeka kemur frá Midtjylland í Danmörku þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson leikur. Matthew Benham, eigandi Brentford, á meirihluta í Midtjylland og því má segja að félögin séu venslafélög.

Onyeka er orkumikill miðjumaður sem spilar í hlutverki „áttu.“ Hann mun því eiga að styðja bæði við vörn og sókn. Onyeka hefur spilað allan sinn feril með Midtjylland og varð Danmerkurmeistari með liðinu árin 2018 og 2020. Þá varð liðið bikarmeistari 2019. Hann á að baki einn leik fyrir A-landslið Nígeríu.

Onyeka skrifar undir fimm ára samning en kaupverðið er ekki gefið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×