Íslenski boltinn

Hann er ó­trú­lega skemmti­legur, daðrar við boltann og er að skemmta okkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Escobar í leik með Leikni.
Escobar í leik með Leikni. Vísir/Hulda Margrét

Andrés Ramiro Escobar fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í 2-0 sigri Leiknis Reykjavíkur á Stjörnunni í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Kjartan Atli Kjartansson, og sérfræðingar Stúkunnar voru sammála um að Escobar gæfi mikið af sér og væri skemmtilegur áhorfs.

„Frábærar 40 mínútur áður en hann var tekinn af velli. Við vorum að ræða hann fyrir leik Margrét Lára, þetta er leikmaður sem getur dansað með boltann og hann heldur varnarmönnum alltaf á tánum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Kólumbíumanninn.

„Hann er ótrúlega skemmtilegur. Daðrar við boltann, hann er að skemmta okkur. Hann er að setja leikinn upp á hærra plan. Hann er að taka 40 metra sendingu niður á hælinn og boltinn drepst gjörsamlega fyrir framan hann,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Stúkunnar, um þennan skemmtilega leikmann.

Sjá má móttökuna og fleira sem Escobar gerði í leiknum í spilaranum neðst í fréttinni.

„Hann leyfir varnarmanninum að koma í sig því hann er öruggur og líður vel með boltann. Líður vel að taka menn á og dregur mikið til sín sem hjálpar mikið, losar til að mynda um Sævar Atla [Magnússon],“ bætti Margrét Lára við að endingu.

Escobar þurfti því miður að fara af velli á 40. mínútu leiksins og við það minnkaði skemmtanagildið til muna. Leiknir var hins vegar komið í 2-0 á þeim tímapunkti og hélt þeirri forystu allt til leiksloka.

Klippa: Manga Escobar

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Skoðum andstæðingana alltaf mjög vel

Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis var að vonum ánægður með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni í Breiðholti í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×