Innlent

Hertar að­­gerðir í ó­sam­ræmi við traust á bólu­­setningum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra óttast að að­gerðir innan­lands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag.

„Að mínu mati stingur þetta að­eins í stúf við traust okkar á bólu­setningum og vonir mínar per­sónu­lega, sem stóðu til þess að þegar búið væri að bólu­setja eins marga og við mögu­lega getum hér­lendis, að þá stæði ekki ógn af bólu­settu fólki sem ferðaðist hingað,“ sagði Ás­laug Arna, sem var gestur í þættinum Reykja­vík síð­degis á Bylgjunni í dag.

„Auð­vitað er maður alltaf að reyna að horfa til þess að koma lífinu aftur í samt horf, hvort sem það er innan­lands eða við landa­mærin. Og það sem maður hefur kannski á­hyggjur af er að þessi rök yrðu síðan einnig notuð til að fara í innan­land­s­tak­markanir, þegar staðan er bara orðin önnur,“ sagði hún.

Næsta verkefni að meta áhrif veirunnar á bólusetta

Aðgerðirnar sem voru kynntar í morgun felast í því að allir sem koma til landsins verði að sýna fram á nei­kvætt próf við Co­vid-19, einnig þeir sem eru full­bólu­settir. Þær taka gildi eftir viku. 

„Það sem maður spyr sig að er auð­vitað bara hvort að reynsla landa sem eru komin langt í bólu­setningu við­kvæmra hópa, til dæmis, gefi til­efni til að ætla að álag á heil­brigðis­kerfið og út­breiðsla veikindanna rétt­læti að nýju um­fangs­miklar sótt­varna­ráð­stafanir.

Og það er auð­vitað það nýja mat sem að þarf að fara fram; hversu skæð veiran er á bólu­sett fólk miðað við hvernig hún var þegar bólu­setningar voru ekki inni í myndinni,“ sagði Ás­laug.

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, gagn­rýndi ríkis­stjórnina í sam­tali við Vísi í dag eftir að að­gerðirnar voru kynntar.

Hann sagði á­kvörðunina mikil von­brigði, fólki í ferða­þjónustunni fyndist hún ó­skiljan­leg og loks að ríkis­stjórnin hefði ekki staðið í lappirnar gagn­vart sótt­varnar­lækni í þessu máli.

Innt eftir við­brögðum við gagn­rýni Jóhannesar sagði Ás­laug:

„Þarna var auð­vitað farin mildari leið en lögð var til með því að sam­þykkja líka hrað­próf, sem er tals­vert að­gengi­legra að fá og ó­dýrara fyrir fólk. Að sama skapi bind ég auð­vitað vonir við það að þessar að­gerðir sé ó­þarfi en hafi líka ekki of mikil á­hrif á þá sem vilja koma hingað til landsins.“

Þó virðist hún óttast að hið gagn­stæða muni gerast því síðar í þættinum sagðist hún telja að álag á starfs­fólk Kefla­víkur­flug­vallar myndi ekki aukast:

„Ég myndi telja að með þessu yrði lík­lega ein­hver fækkun í komum hingað. Það eru ekki mörg ef eitt­hvað land með auknar kröfur á bólu­setta ferða­menn,“ sagði hún.

„Það er spurning hvort að Ís­land verði enn þá jafn spennandi val­kostur eftir þessar á­kvarðanir.“


Tengdar fréttir

„Algjörlega galið“ að herða tökin á landamærunum frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar og þeirri efnahagslegri viðspyrnu sem fjölgun ferðamanna hér á landi veiti sé það „algjörlega galið" ætli stjórnvöld sér að herða tökin á landamærunum, líkt og sóttvarnalæknir hefur í hyggju að leggja til að verði gert.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×