„Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2021 20:10 Merkel heimsótti þorpið Schuld og virti fyrir sér eyðilegginguna. Christof Stache/AP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, heimsótti í dag þýska þorpið Schuld, sem hefur orðið illa úti í flóðum sem riðið hafa yfir í landinu og víðar í vesturhluta Evrópu á síðustu dögum. Heildarfjöldi látinna er nú kominn yfir 180. Merkel fór um þorpið og skoðaði ónýtar byggingar og aðra innviði, og gekk um stræti þess, full af aur og ýmiskonar braki sem flóðin hafa hrifið með sér. Eftir heimsóknina sagðist Merkel hafa öðlast raunverulega sýn á það sem hún kallaði skuggalegt og fjarstæðukennt ástand. „Þetta er sláandi. Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir,“ hefur AP-fréttaveitan eftir kanslaranum, sem sagði stjórnvöld ætla að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að svæðin sem flóðin hafa haft áhrif á geti rétt úr kútnum sem fyrst. Þá sagði hún að á miðvikudag stæði til að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja að veita fé í neyðaraðstoð til handa íbúum svæðisins. Hún sagði Þýskalands blessunarlega hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að bregðast við hörmungunum, sem margir þjóðarleiðtogar og sérfræðingar segja stafa af loftslagsbreytingum, þó það hafi ekki enn verið staðfest með óyggjandi hætti. „Þýskaland er sterkt land og við getum boðið þessum náttúruöflum birginn ef litið er til styttri tíma, en einnig til lengri tíma, með ákvörðunum sem taka aukið tillit til náttúrunnar og loftslagsins en við höfum gert á undanförnum árum. Það verður einnig nauðsynlegt,“ sagði Merkel. Frá Bad Muenstereifel í vesturhluta Þýskalands.Oliver Berg/dpa via AP Þýskaland Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Merkel fór um þorpið og skoðaði ónýtar byggingar og aðra innviði, og gekk um stræti þess, full af aur og ýmiskonar braki sem flóðin hafa hrifið með sér. Eftir heimsóknina sagðist Merkel hafa öðlast raunverulega sýn á það sem hún kallaði skuggalegt og fjarstæðukennt ástand. „Þetta er sláandi. Þýska á vart orð yfir þær hörmungar sem riðið hafa yfir,“ hefur AP-fréttaveitan eftir kanslaranum, sem sagði stjórnvöld ætla að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að svæðin sem flóðin hafa haft áhrif á geti rétt úr kútnum sem fyrst. Þá sagði hún að á miðvikudag stæði til að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja að veita fé í neyðaraðstoð til handa íbúum svæðisins. Hún sagði Þýskalands blessunarlega hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að bregðast við hörmungunum, sem margir þjóðarleiðtogar og sérfræðingar segja stafa af loftslagsbreytingum, þó það hafi ekki enn verið staðfest með óyggjandi hætti. „Þýskaland er sterkt land og við getum boðið þessum náttúruöflum birginn ef litið er til styttri tíma, en einnig til lengri tíma, með ákvörðunum sem taka aukið tillit til náttúrunnar og loftslagsins en við höfum gert á undanförnum árum. Það verður einnig nauðsynlegt,“ sagði Merkel. Frá Bad Muenstereifel í vesturhluta Þýskalands.Oliver Berg/dpa via AP
Þýskaland Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira