Enski boltinn

Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Buka­yo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jason Sudekis fyrir frumsýningu á annarri þáttaröð af Ted Lasso.
Jason Sudekis fyrir frumsýningu á annarri þáttaröð af Ted Lasso. Frazer Harrison/FilmMagic

Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins.

Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka tókst ekki að nýta vítaspyrnur sínar í vítaspyrnukeppninni sem skar úr um hvaða lið myndi vinna EM 2020. Í kjölfarið hafa leikmennirnir þrír orðið fyrir barðinu á rasískum og öðrum almennt ógeðfelldum skilaboðum.

Þeir hafa einnig fengið mikinn stuðning og Ted Lasso er þar á meðal.

Téður Lasso er reyndar ekki til í raunheimum og þó hann myndi styðja við bakið á Rashford, Sancho og Saka. Lasso er karakter í samnefndum sjónvarpsþáttum sem leikinn er af Jason Sudekis.

Í stað þess að mæta í jakkafötum eða slíku á frumsýningu annarrar þáttaraðar mætti Sudekis í bol með fornöfnum leikmannanna þriggja.

Þættirnir eru um Ted sem ákveður að stökkva á tækifærið að þjálfa fótboltaliðið AFC Richmond í Englandi eftir að hafa aðeins þjálfað fótbolta í Bandaríkjunum. Það sem Bandaríkjamenn kalla fótbolta þar að segja.

Eru þættirnir lauslega byggðir á því þegar Bandaríkjamaðurinn Terry Smith keypti enska fótboltaliðið Chester City og gerði sjálfan sig að aðalþjálfara liðsins án þess að hafa þjálfað fótbolta (e. soccer) áður.


Tengdar fréttir

„Hatrið mun aldrei sigra“

Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra.

Biðst afsökunar á vítinu

Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×