Fótbolti

Biðst afsökunar á vítinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford fyrir framan bikarinn með silfurpeninginn.
Rashford fyrir framan bikarinn með silfurpeninginn. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu.

Rashford, Bukayo Saka og Jadon Sancho klúðruðu allir vítaspyrnu í gær og fengu holskeflu af netníðingum yfir sig eftir leikinn í gær.

Margir hafa fordæmt þessa hegðun og Rashford skrifaði sjálfur yfirlýsingu á Twitter síðu sína í kvöld.

„Ég get tekið gagnrýni á frammistöðu mína alla daga. Vítið var ekki nægilega gott, það hefði átt að fara inn, en ég mun aldrei biðjast afsökunar á því hver ég er og hvaðan ég kem,“ skrifaði Rashford.

Þakkaði Rashford liðsfélögum sínum fyrir stuðninginn og þakkaði einnig fyrir þær fjölmörgu kveðjur sem stuðningsmenn Englands höfðu sent honum.

Manchester maðurinn baðst þó afsökunar á vítaspyrnunni.

„Úrslitaleikur. 55 ár. Eitt víti. Saga. Allt sem ég get sagt er fyrirgefið. Ég hefði verið til í að þetta hefði farið öðruvísi,“ skrifaði Rashford.

Yfirlýsinguna má í heild sinni með því að smella á myndina hér að neðan.

Einnig birtir Rashford hluta af þeim kveðjum sem hann hefur fengið í dag.


Tengdar fréttir

Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað?

Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn!

Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna

England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.