Unnusta stjörnuleikmanns NFL-deildarinnar til liðs við Þrótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2021 12:31 Dani Rhodes er gengin til liðs við Þrótt Reykjavík. Daniel Bartel/Getty Images Þróttur Reykjavík hefur sótt liðsstyrk til Bandaríkjanna. Dani Rhodes er 23 ára gamall framherji sem kemur frá Chicago Red Stars. Trúlofaðist hún nýverið T. J. Watt, leikmanns Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Hin 23 ára gamla Rhodes hefur ekki fengið mörg tækifæri með Chicago-liðinu það sem af er tímabili. Hún ákvað því að halda á vit ævintýranna og koma til Íslands. Rhodes er komin með leikheimild og gæti því verið í leikmannahópi Þróttar í stórleik morgundagsins er liðið fær FH í heimsókn í undanúrslitum bikarsins. Ekki er langt síðan hinn 26 ára gamli Watts fór niður á eitt hné og bað Rhodes um að giftast sér. Hún játti því en virðist í kjölfarið hafa stokkið upp í flugvél og gengið til liðs við Þrótt Reykjavík hér á landi. Watts er einn allra besti varnarmaður deildarinnar og hefur þrisvar sinnum tekið þátt í stjörnuleik NFL-deildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem unnusta NFL-leikmanns mætir hingað til lands að spila fótbolta eins og frægt er orðið lék Brittany Matthews - í dag eiginkona Patrick Mahomes, leikstjórnanda Kansas City Chiefs - með Aftureldingu sumarið 2017. View this post on Instagram A post shared by TJ Watt (@tjwatt90) Rhodes lék við góðan orðstír með liði Wisconsin-háskólans í Bandaríkjunum. Alls lék hún 85 leiki fyrir Wisconsin Greifingjana og skoraði í þeim 38 mörk. Þróttur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins ásamt því að sitja í 4. sæti Pepsi Max deildarinnar, sex stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sæti. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Hin 23 ára gamla Rhodes hefur ekki fengið mörg tækifæri með Chicago-liðinu það sem af er tímabili. Hún ákvað því að halda á vit ævintýranna og koma til Íslands. Rhodes er komin með leikheimild og gæti því verið í leikmannahópi Þróttar í stórleik morgundagsins er liðið fær FH í heimsókn í undanúrslitum bikarsins. Ekki er langt síðan hinn 26 ára gamli Watts fór niður á eitt hné og bað Rhodes um að giftast sér. Hún játti því en virðist í kjölfarið hafa stokkið upp í flugvél og gengið til liðs við Þrótt Reykjavík hér á landi. Watts er einn allra besti varnarmaður deildarinnar og hefur þrisvar sinnum tekið þátt í stjörnuleik NFL-deildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem unnusta NFL-leikmanns mætir hingað til lands að spila fótbolta eins og frægt er orðið lék Brittany Matthews - í dag eiginkona Patrick Mahomes, leikstjórnanda Kansas City Chiefs - með Aftureldingu sumarið 2017. View this post on Instagram A post shared by TJ Watt (@tjwatt90) Rhodes lék við góðan orðstír með liði Wisconsin-háskólans í Bandaríkjunum. Alls lék hún 85 leiki fyrir Wisconsin Greifingjana og skoraði í þeim 38 mörk. Þróttur er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins ásamt því að sitja í 4. sæti Pepsi Max deildarinnar, sex stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sæti. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira