Sport

Tengdasonur Mosfellsbæjar fékk bæði hringinn sinn og bað kærustunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Mahomes og Brittany Lynn Matthews hafa verið lengi saman.
Patrick Mahomes og Brittany Lynn Matthews hafa verið lengi saman. Mynd/Instagram

1. september verður ógleymanlegur dagur fyrir besta leikmanninn í NFL-deildinni. Patrick Mahomes sá til þess sjálfur.

Um leið og Patrick Mahomes sjálfur fékk afhentan langþráðan Super Bowl hring þá fékk kærastan einnig hring frá honum í gær.

Patrick Mahomes og félagar í liði Kansas City Chiefs fengu í gær meistararhringa sína fyrir sigurinn í Super Bowl leiknum í febrúar.

Eftir afhendinguna þá bað Patrick Mahomes síðan kærustu sinnar Brittany Lynn Matthews en þau hafa verið lengi saman.

Tveir hringar á sama kvöldi skrifaði Brittany Lynn Matthews á Instagram síðu sína.Mynd/Instagram

Patrick Mahomes hefur fengið viðurnefnið Tengdasonur Mosfellsbæjar eftir að hann fylgdi Brittany Lynn Matthews til Íslands þegar hún lék knattspyrnu með liði Aftureldingar sumarið 2017.

Þetta sama vor hafði Patrick Mahomes verið valinn af Kansas City Chiefs í nýliðavali NFL-deildarinnar og það átti heldur betur eftir að breyta lífi þeirra beggja.

Patrick Mahomes varð að besta leikmanni NFL-deildarinnar þegar Kansas City Chiefs gaf honum tækifærið og hefur ekki litið til baka. Nýverið fékk hann tíu ára samning sem gæti skilað honum 477 milljónum Bandaríkjadala eða næstum því 66 milljörðum íslenskra króna.

Chiefs liðið vann fyrsta NFL-titil Kansas City í fimmtíu ár í byrjun ársisn með því að vinna 31-20 sigur á San Francisco 49ers. Í gær var komið að því að afhenda öllum leikmönnum liðsins sigurhringana eins og venja er með meistaralið í Bandaríkjunum.

Þetta er engir venjulegir hringir en á þeim eru 234 demantar en þessi tala er táknræn fyrir ýmsar sakir.

Öðrum megin er nafn hvers og eins í gulli, númerið hans í demöntum og fánar með ártölunum 1969 ig 2019 sem eru árin sem Kansas City Chiefs hafa orðið NFL-meistarar.

Hinum megin eru orðið „Chiefs Kingdom“ eða „Ríki Chiefs“ en það eru stuðningsmenn liðsins kallaðir. Þar eru einnig merki Super Bowl leiksins í febrúar og úrslit hans.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.