Innlent

Þórólfur áhyggjufullur og boðar til upplýsingafundar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kunnugleg sjón.
Kunnugleg sjón. Foto: Vilhelm Gunnarsson

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun vegna varhugaverðrar stöðu eftir fjölgun Covid-19 smita utan sóttkvíar hér á landi síðustu daga.

Fundirnir hafa verið í pásu frá 27. maí síðastliðnum en voru þar á undan reglulega á dagskrá. Fundurinn hefst klukkan 11.00 á morgun.

Á fundinum fara Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víði Reynisson yfirlögregluþjóni almannavarna yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi síðustu daga, en ekki hefur verið ákveðið hvort að fleiri fundir verði haldnir í framhald af þessum fundi.

Sjö smit hafa greinst utan sóttkvíar síðustu tvo daga, tvö í fyrradag og fimm í gær. Þrír þeirra sem greindust í gær eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Þórólfur sagði fyrr í dag að hann íhugi nú hvort tilefni sé til viðbragða, ekki séu öll kurl komin til grafar í tengslum við smitin.


Tengdar fréttir

Hefur áhyggjur af Íslendingum á rauðum svæðum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau fimm smit sem greindust utan sóttkvíar í gær minni okkur á að veiran sé úti í samfélaginu. Fjöldi Íslendinga sem staddur sé erlendis á svokölluðum rauðum svæðum sé einnig áhyggjuefni.

Í­hugar hvort grípa þurfi til að­gerða

Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum.

Sá smitaði er starfs­maður á Banka­stræti Club

Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.