Íhugar hvort grípa þurfi til aðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2021 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Fimm greindust með Covid19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir. Hann segir ekki öll kurl komin til grafar og á von að fleiri tilfellum á næstu dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna sem nú er komin upp ekki koma á óvart. „Þetta kemur mér ekki á óvart þannig. Miðað við það sem við sáum í fyrradag og höfum verið að sjá undanfarna daga. Það er greinilegt að veiran hefur sloppið hér inn í gegnum landamærin og svo á hún auðvelt með að dreifa sér og sérstaklega kannski á skemmtistöðum eins og við erum að sjá núna að fólk tengist aðallega slíku atferli sem auðveldar henni að dreifast. Það er það sem við erum að sjá núna og ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég held að við gætum átt von á því að sjá fleiri tilfelli á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Íhugar stöðuna Nú skoðar Þórólfur hvort tilefni sé til að herða aðgerðir innanlands og á landamærum. „Helmingur af þeim sem hafa verið að greinast hér innanlands er full bólusettir. Aðrir eru svona hálfbólusettir og nokkrir eru líka óbólusettir þannig að við vitum að þetta fólk getur tekið veiruna en fær þá yfirleitt vægari einkenni. Það er nú það sem spilar inn í að kannski þurfi ekki að grípa til jafn mikilla aðgerða.“ „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið“ Hann biður viðkvæma hópa um að gæta að sér og hvetur hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir að fara yfir sýkingavarnir. „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið og það þarf að gæta áfram að sýkingavörnum. En eins og við höfum sagt að þá getum við átt von á einstaka sýkingum og litlum hópsýkingum en vonandi verður ekkert stærra út því og að bólusetningin muni halda þessu í skefjum.“ „Við erum að skoða alla möguleika, allar útfærslur og líka á landamærunum.“ Flestir þeir sem greindust í gær tengjast smiti sem greindist í fyrradag og er rakið til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Hinn smitaði var starfsmaður staðarins. „Þetta tengist sömu stöðum en við vitum ekki nákvæmlega hvort að smitunin hafi átt sér stað á þessum stöðum. En fólk nefnir þessa staði og hefur verið á þessum stöðum síðustu daga.“ Þrír af þeim fimm sem greindust í gær eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Eru þeir bólusettu sem smituðust bólusettir með sama bóluefni? „Nei þetta eru mismunandi bóluefni þetta eru öll bóluefnin sem eru nefnd,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðuna sem nú er komin upp ekki koma á óvart. „Þetta kemur mér ekki á óvart þannig. Miðað við það sem við sáum í fyrradag og höfum verið að sjá undanfarna daga. Það er greinilegt að veiran hefur sloppið hér inn í gegnum landamærin og svo á hún auðvelt með að dreifa sér og sérstaklega kannski á skemmtistöðum eins og við erum að sjá núna að fólk tengist aðallega slíku atferli sem auðveldar henni að dreifast. Það er það sem við erum að sjá núna og ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég held að við gætum átt von á því að sjá fleiri tilfelli á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Íhugar stöðuna Nú skoðar Þórólfur hvort tilefni sé til að herða aðgerðir innanlands og á landamærum. „Helmingur af þeim sem hafa verið að greinast hér innanlands er full bólusettir. Aðrir eru svona hálfbólusettir og nokkrir eru líka óbólusettir þannig að við vitum að þetta fólk getur tekið veiruna en fær þá yfirleitt vægari einkenni. Það er nú það sem spilar inn í að kannski þurfi ekki að grípa til jafn mikilla aðgerða.“ „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið“ Hann biður viðkvæma hópa um að gæta að sér og hvetur hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir að fara yfir sýkingavarnir. „Eins og við höfum margoft bent á þá er Covid19 ekki búið og það þarf að gæta áfram að sýkingavörnum. En eins og við höfum sagt að þá getum við átt von á einstaka sýkingum og litlum hópsýkingum en vonandi verður ekkert stærra út því og að bólusetningin muni halda þessu í skefjum.“ „Við erum að skoða alla möguleika, allar útfærslur og líka á landamærunum.“ Flestir þeir sem greindust í gær tengjast smiti sem greindist í fyrradag og er rakið til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Hinn smitaði var starfsmaður staðarins. „Þetta tengist sömu stöðum en við vitum ekki nákvæmlega hvort að smitunin hafi átt sér stað á þessum stöðum. En fólk nefnir þessa staði og hefur verið á þessum stöðum síðustu daga.“ Þrír af þeim fimm sem greindust í gær eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Eru þeir bólusettu sem smituðust bólusettir með sama bóluefni? „Nei þetta eru mismunandi bóluefni þetta eru öll bóluefnin sem eru nefnd,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01 Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. 14. júlí 2021 11:01
Sá smitaði er starfsmaður á Bankastræti Club Kórónuveirusmitið sem greindist í tengslum við skemmtistaðinn Bankastræti Club í fyrradag kom upp hjá starfsmanni staðarins, sem var á staðnum á föstudags- og laugardagskvöld. 14. júlí 2021 11:59