Ekki er ljóst hvort þeir fimm sem greindust með kórónuveiruna í gær eru smitaðir af delta-afbrigði veirunnar en það mun koma í ljós á morgun. Smitin tengist þó að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. Afbrigðið hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum.
Sjá einnig: Einn skammtur ekki nógu góð vörn gegn útbreiðslu delta afbrigðisins
Fimm greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru allir utan sóttkvíar. Þrír þeirra eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu. Sóttvarnalæknir íhugar hertar aðgerðir og segir ekki öll kurl komin til grafar.