Íslenski boltinn

Fékk þrjú stig á fertugsafmælinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gærdagurinn var góður fyrir Helga Val Daníelsson.
Gærdagurinn var góður fyrir Helga Val Daníelsson. vísir/Hulda Margrét

Fylkismaðurinn Helgi Valur Daníelsson varð fertugur í gær og fagnaði stórafmælinu með góðum sigri á KA-mönnum.

Helgi Valur var í byrjunarliði Fylkis á fertugsafmælinu og lék fyrstu 68 mínútur leiksins sem Fylkir vann, 2-1. Nafnarnir Orri Sveinn Stefánsson og Orri Hrafn Kjartansson skoruðu mörk Árbæinga sem komust upp í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sigrinum.

Helgi Valur er elsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar og var byrjaður að spila í meistaraflokki áður en margir af samherjum hans í Fylkisliðinu voru fæddir.

Helgi Valur ætlar að leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Hann hætti fyrst 2015 en byrjaði aftur að spila með Fylki 2018. Helgi Valur fótbrotnaði illa á síðasta tímabili en sneri aftur á völlinn í sumar og hefur leikið tíu leiki í Pepsi Max-deildinni.

Í tilefni af fertugsafmælinu fékk Helgi Valur úr frá úra- og skartgripaversluninni Heba að því er fram kemur á Facebook-síðu Fylkis.

Helgi Valur hefur alls leikið 129 leiki fyrir Fylki í deild, bikar og Evrópukeppnum. Hann lék  erlendis um margra ára og á 33 landsleiki á ferilskránni.

Næsti leikur Helga Vals og félaga í Fylki er gegn FH í Kaplakrika á sunnudagskvöldið.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Ólafur Stígsson: Mjög sáttur við strákana

Ólafur Stígsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld gegn KA eftir erfitt gengi undanfarið. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn færast fjær fallbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×