Kínverskir feðgar sameinaðir 24 árum eftir að syninum var rænt Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2021 23:45 Feðgarnir féllust í faðma á fagnaðarfundi. Ríkissjónvarp Kína Guo Gangtang hefur fundið son sinn Guo Xinzhen eftir 24 ára leit. Syninum var rænt fyrir utan fjölskylduheimilið árið 1997 þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Guo Gangtang hefur eitt síðustu 24 árum í að ferðast um Kína á mótórhjóli í leit að syni sínum. Á leit sinni ferðaðist hann um 500 þúsund kílómetra á tíu mótorhjólum. Fagnaðarfundur feðganna fór fram fyrir framan myndavélar í dag í heimahéraði þeirra. Myndefni af atvikinu var sýnt um allt Kína og hefur málið vakið gríðarlega athygli í landinu. Árið 2015 var málið líka í brennidepli í landinu þegar það varð efniviður kvikmyndarinnar Missir og ást með stórstjörnunni Andy Lau í aðalhlutverki. Lau sagði í dag að hann væri „ótrúlega glaður og innblásinn“ eftir að hafa heyrt gleðifréttirnar. Þá nýtti hann frægð sína til að vekja athygli aðgerðum kínverskra stjórnvalda í baráttunni gegn mansali. Barnsrán hafa verið viðvarandi vandamál í Kína í marga áratugi en þúsundum barna er rænt þar á ári hverju. Kínversk stjórnvöld segja þó að með hjálp nútímatækni gangi sífellt betur að sameina fjölskyldur sem barnaræningjar hafa sundrað. Faðirinn er ekki reiður fósturfjölskyldu sonar hans „Nú þegar strákurinn minn hefur verið fundinn verður allt glaðlegt héðan í frá,“ sagði Guo Gangtang við kínverska fjölmiðla í dag. Þá bætti hann við að hann myndi líta á parið sem ól son hans upp sem eigin fjölskyldumeðlimi. Árið 2012 setti Gangtang á laggirnar vefsíðu sem er ætlað að aðstoða fjölskyldur að leita að týndum börnum. Yfirvöld í Kína hafa gefið út að kennsl hafi verið borin á soninn með erfðafræðirannsókn og að tvær manneskjur væru í haldi grunaðar um að hafa rænt frengnum árið 1997. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum var það kona að nafni Tang sem rændi Guo Xinzhen fyrir utan heimili hans fyrir 24 árum. Hún á svo að hafa, ásamt kærasta sínum, selt hann fjölskyldu í næsta héraði við heimahérað hans. Kína Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Guo Gangtang hefur eitt síðustu 24 árum í að ferðast um Kína á mótórhjóli í leit að syni sínum. Á leit sinni ferðaðist hann um 500 þúsund kílómetra á tíu mótorhjólum. Fagnaðarfundur feðganna fór fram fyrir framan myndavélar í dag í heimahéraði þeirra. Myndefni af atvikinu var sýnt um allt Kína og hefur málið vakið gríðarlega athygli í landinu. Árið 2015 var málið líka í brennidepli í landinu þegar það varð efniviður kvikmyndarinnar Missir og ást með stórstjörnunni Andy Lau í aðalhlutverki. Lau sagði í dag að hann væri „ótrúlega glaður og innblásinn“ eftir að hafa heyrt gleðifréttirnar. Þá nýtti hann frægð sína til að vekja athygli aðgerðum kínverskra stjórnvalda í baráttunni gegn mansali. Barnsrán hafa verið viðvarandi vandamál í Kína í marga áratugi en þúsundum barna er rænt þar á ári hverju. Kínversk stjórnvöld segja þó að með hjálp nútímatækni gangi sífellt betur að sameina fjölskyldur sem barnaræningjar hafa sundrað. Faðirinn er ekki reiður fósturfjölskyldu sonar hans „Nú þegar strákurinn minn hefur verið fundinn verður allt glaðlegt héðan í frá,“ sagði Guo Gangtang við kínverska fjölmiðla í dag. Þá bætti hann við að hann myndi líta á parið sem ól son hans upp sem eigin fjölskyldumeðlimi. Árið 2012 setti Gangtang á laggirnar vefsíðu sem er ætlað að aðstoða fjölskyldur að leita að týndum börnum. Yfirvöld í Kína hafa gefið út að kennsl hafi verið borin á soninn með erfðafræðirannsókn og að tvær manneskjur væru í haldi grunaðar um að hafa rænt frengnum árið 1997. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum var það kona að nafni Tang sem rændi Guo Xinzhen fyrir utan heimili hans fyrir 24 árum. Hún á svo að hafa, ásamt kærasta sínum, selt hann fjölskyldu í næsta héraði við heimahérað hans.
Kína Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira