Erlent

Græðgi ráði för hjá þeim sem vilja gefa þriðja skammtinn

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. EPA-EFE/SALVATORE DI NOLFI

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin (WHO) er ekki hrifin af á­herslum lyfja­fram­leiðandans Pfizer á að fá leyfi fyrir því að gefa þriðja skammt bólu­efnis síns gegn Co­vid-19. Yfir­maður stofnunarinnar segir að það sé græðgi bólu­efna­fram­leið­enda að kenna hve mikil mis­munun hefur orðið í dreifingu bólu­efna­skammta.

„Við erum að taka mjög með­vitaða á­kvörðun ein­mitt núna um að vernda ekki þá sem þurfa á því að halda,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfir­maður WHO. Með annarri persónunni á hann við heiminn allan en ekki stofnunina sjálfa.

Stofnunin vill meina að ekki liggi fyrir næg gögn sem styðja við full­yrðingar Pfizers um að fólk verði að fá þriðja skammt bólu­efnisins, ári eftir að það fær aðra sprautuna. Lyfjarisinn ætti að ein­beita sér að því að tryggja að­gengi fá­tækari þjóða að bólu­efni.

Stofnunin ætlar sér að mæla með endur­bólu­setningum í fram­tíðinni ef rann­sóknir sýna fram á gagn þeirra en „ekki vegna full­yrðinga ein­staka fyrir­tækja um að þær þurfi“.

Þrátt fyrir nokkuð góða stöðu í Evrópu og Banda­ríkjunum er Delta-af­brigði veirunnar að dreifast hratt í löndum þar sem fáir eru bólu­settir. Og jafn­vel Banda­ríkjunum, sem hófu einna fyrst að bólu­setja gegn veirunni, virðist vera að fara aftur.

Nýjum til­fellum þar fjölgaði um 47 prósent í vikunni, sem er mesta aukning á einni viku í landinu síðan í apríl í fyrra. Þar eru ekki nema um 50 prósent þjóðarinnar full­bólu­sett.


Tengdar fréttir

Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka

Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.